Print Options:
OREO pönnukökur

Magn1 skammtur

OREO pönnukökur með kerm-fyllingu og bræddu súkkulaði.

OREO pönnukökur
 1 bolli hveiti
 2 msk Cadbury kakó
 2 tsk lyftiduft
 ½ tsk salt
 3 msk sykur
 1 bolli mjólk
 1 egg
 3 msk smjör, brætt
 6 stk OREO kexkökur, muldar í matvinnsluvél
Fylling
 Krem af 10 stk OREO kexkökum
 1 msk mjólk
 1 tsk vanilludropar
 3 dl rjómi, þeyttur
 3 msk sykur
Skreyting
 100 g Milka súkkulaði, brætt
 Jarðarber frá Driscolls
 OREO mini
OREO pönnukökur
1

Blandið þurrefnum saman. Hrærið mjólk, egg og smjör saman við. Bætið að lokum kexinu út í blönduna.

2

Steikið á pönnu.

Fylling
3

Þeytið saman kexkremið, mjólk og vanilludropa og blandið varlega saman við þeyttan rjómann og bætið sykri saman við.

Skreyting
4

Leyfið pönnukökunum að kólna, gott að setja á bökunargrind.

5

Staflið á disk með kreminu á milli og toppið með bræddu súkkulaði og jarðarberjum.