Print Options:








Oreo ostaköku smákökur með hvítu Toblerone

Magn1 skammtur

Þessar Oreo ostaköku smákökur eru alveg ótrúlega góðar!

 200 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita
 100 g smjör við stofuhita
 1 tsk vanilludropar
 150 sykur
 170 g hveiti
 170 g Oreo crumbs með kremi
 100 g hvítt Toblerone
1

Hrærið saman smjöri og rjómaosti, þegar það er orðið að mjúkri blöndu bætið þá út í vanilludropum og hrærið saman.

2

Bætið sykrinum og hveitinu út í og hrærið.

3

Setjið Oreo crumbs út í deigið og blandið saman með sleikju.

4

Skerið hvíta Tobleronið í frekar litla bita og blandið helmingnum saman við deigið.

5

Setjið deigið í minni skál og geymið inn í ísskáp í 1 klst.

6

Kveikið á ofninum og stillið á 175°C.

7

Takið 1 msk af deigi og útbúið kúlur, það ættu að myndast 25-30 kúlur úr deiginu. Setjið á bökunarplötu með smjörpappír, u.þ.b. 12 stk á hverja plötu og fletjið kúlurnar örlítið niður með bakhliðinni af matskeiðinni. Setjið restina af hvíta Tobleroninu ofan á kökurnar. Bakið í u.þ.b. 10 mín.