fbpx

Oreo ostakaka með súkkulaðisósu

OREO ostakaka með súkkulaðisósu.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Botn
 40 stk Oreo kexkökur
 80 g smjör, brætt
Fylling
 3 plötur matarlím
 225 g Philadelphia rjómaostur
 300 ml rjómi
 4 msk flórsykur
Súkkulaðisósa
 20 g Milka súkkulaði
 30 ml rjómi
 1-3 Oreo kex, mulin

Leiðbeiningar

1

Myljið kexin fyrir botninn fínt niður, t.d. í matvinnsluvél, eða látið í poka og berjið með kökukefli, hin fínasta útrás.

2

Takið 1⁄4 af kexinu og geymið. Blandið afganginum saman við brætt smjörið. Setjið í bökuform (24 cm) og þrýstið vel niður. Geymið í frysti á meðan þið gerið fyllinguna.

3

Leggið matarlímið í vatn. Hrærið rjómaostinn og bætið við 250 ml af rjóma og flórsykri og þeytið þar til þetta er orðið að þykkri blöndu. Hitið afganginn af rjómanum og bætið matarlíminu þar í (kreistið vatnið úr þeim áður). Matarlímið bráðnar í rjómanum. Kælið og hrærið síðan saman við fyllinguna og hellið yfir botninn. Geymið í kæli í a.m.k. 2 klst.

4

Súkkulaðisósa: Hitið rjóma og saxað súkkulaði í potti þar til blandan er orðin að súkkulaðisósu. Kælið lítillega og hellið svo yfir kökuna. Myljið Oreokex yfir allt.


Uppskrift frá GRGS.

DeilaTístaVista

Hráefni

Botn
 40 stk Oreo kexkökur
 80 g smjör, brætt
Fylling
 3 plötur matarlím
 225 g Philadelphia rjómaostur
 300 ml rjómi
 4 msk flórsykur
Súkkulaðisósa
 20 g Milka súkkulaði
 30 ml rjómi
 1-3 Oreo kex, mulin

Leiðbeiningar

1

Myljið kexin fyrir botninn fínt niður, t.d. í matvinnsluvél, eða látið í poka og berjið með kökukefli, hin fínasta útrás.

2

Takið 1⁄4 af kexinu og geymið. Blandið afganginum saman við brætt smjörið. Setjið í bökuform (24 cm) og þrýstið vel niður. Geymið í frysti á meðan þið gerið fyllinguna.

3

Leggið matarlímið í vatn. Hrærið rjómaostinn og bætið við 250 ml af rjóma og flórsykri og þeytið þar til þetta er orðið að þykkri blöndu. Hitið afganginn af rjómanum og bætið matarlíminu þar í (kreistið vatnið úr þeim áður). Matarlímið bráðnar í rjómanum. Kælið og hrærið síðan saman við fyllinguna og hellið yfir botninn. Geymið í kæli í a.m.k. 2 klst.

4

Súkkulaðisósa: Hitið rjóma og saxað súkkulaði í potti þar til blandan er orðin að súkkulaðisósu. Kælið lítillega og hellið svo yfir kökuna. Myljið Oreokex yfir allt.

Oreo ostakaka með súkkulaðisósu

Aðrar spennandi uppskriftir