Print Options:

Oreo ostakaka

Magn1 skammtur

Dásamleg oreo ostakaka sem þarf ekki að baka bara kæla.

 1 stk Poki af Oreo Crumbs (kurli) með kremi
 1 stk Poki af Oreo Crumbs (kurli) án krems
 400 g Philadelphia rjómaostur
 500 ml rjómi
 100 g flórsykur
 60 g íslenskt smjör
Oreo botn
1

Setjið pokann með Oreo kurlinu sem er með kreminu í matvinnsluvél og blandið þar til þið fáið Oreo sand.

2

Hellið bræddu smjöri út í og hrærið með skeið.

3

Setjið í smjörbréfs klætt smellu form og pressið vel niður þar til þið hafið myndað botn. Setjið í kæli.

Ostakakan
4

Setjið rjómaost í hrærivél og þeytið vel, bætið vanilludropum við og þeytið.

5

Bætið flórsykri við og þeytið vel, gott að skafa niður hliðar svo allt blandist vel.

6

Bætið hálfum poka af Oreo kurlinu sem er án krems út í hrærivélar skálina og þeytið bara rétt nóg svo að kurlið blandist við.

7

Þeytið rjóma og blandið varlega saman við rjómaosta blönduna.

8

Setjið nú blönduna í formið, gott að hafa smjörpappír í hliðum. Stráið restinni af kurlinu ofan á kökuna og kælið í 4klst.

Nutrition Facts

0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki

Serving size