Geggjuð marengsbomba með Oreo crumbs, Daim og nóg af ferskum berjum. Oreo crumbs er algjör snilld í bakstur og gerir marengsinn extra gómsætan.
Þeytið eggin í hrærivél. Blandið sykrinum saman við í smáum skömmtum og hrærið þar til blandan verður alveg stíf.
Blandið Oreo crumbs varlega saman við með sleif.
Útbúið tvo hringlaga botna með því að dreifa blöndunni á tvær ofnplötur þaktar bökunarpappír.
Bakið við 120°C í 60 mínútur og kælið.
Skerið berin smátt og þeytið rjóma. Blandið því varlega saman ásamt Oreo crumbs.
Setjið einn marengsbotn á kökudisk, dreifið rjómablöndunni ofan á og setjið hinn marengbotninn ofan á.
Bræðið Daim saman við rjóma, kælið og dreifið yfir marengsinn.
Stráið smátt söxuðum berjum, Oreo crumbs og söxuðu Daim súkkulaði yfir. Njótið vel.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki