Ekki þetta hefðbundna lasagna, silkimjúkt eftirrétta lasagna með Oreo
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á að mala allt kexið í blandara og bræða smjörið í potti
Takið svo eins og 1 bolla af mylsnu frá til að hafa ofan á
Dreifið restinni af kexmylsnunni á botninn í eldföstu móti frekar stóru og ferköntuðu. Gott er að setja álpappír undir sem kemur upp með hliðunum ef þið viljið taka það upp úr mótinu.
Hellið svo bráðna smjörinu jafnt yfir og hrærið í eldfasta mótinu saman og þjappið vel í botninn, mér fannst best að gera það með höndunum
Setjið svo í frystir meðan þið þeytið rjómaost og flórsykur saman
Þeytið svo 500 ml af rjóma og hrærið varlega saman við rjómaostablönduna með sleif eða sleikju
Dreifið svo jafnt yfir botninn. Takið svo búðingin og setjið hann allan í skál og hrærið hann vel upp
Dreifið honum svo jafnt yfir rjómaostablönduna
Þeytið svo 250 ml af rjóma eða meira og dreifið yfir búðinginn
Stráið svo Oreo mylsnunni sem tekin var frá yfir allt saman að lokum og setjið í frystir í lágmark 30 mínútur ef þið viljið ná svona fallega skornum sneiðum
Hægt er að taka upp úr mótinu með því að taka sitthvorum megin í álpappan eða bara hreinlega bera það fram í eldfasta mótinu en þá er betra að sleppa því að hafa álpappírinn undir
Til að ná þessum fullkomnu sneiðum mæli ég með að geyma Lasagnað í frysti í eins og 30 mínútur jafnvel lengur. Ég kaupi Snack Pack búðingin í Fjarðarkaup en ef þið finnið hann ekki getið þið notað hvaða súkkulaðibúðing sem er svo sem. Ég mæli með að nota stórt eldfast mót og setja álpappír ofan í það sem kemur vel upp úr með hliðunum svo þið getið kippt því upp úr mótinu eða jafnvel bara bera það fram í mótinu sjálfu og sleppa þá álpappírnum.
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á að mala allt kexið í blandara og bræða smjörið í potti
Takið svo eins og 1 bolla af mylsnu frá til að hafa ofan á
Dreifið restinni af kexmylsnunni á botninn í eldföstu móti frekar stóru og ferköntuðu. Gott er að setja álpappír undir sem kemur upp með hliðunum ef þið viljið taka það upp úr mótinu.
Hellið svo bráðna smjörinu jafnt yfir og hrærið í eldfasta mótinu saman og þjappið vel í botninn, mér fannst best að gera það með höndunum
Setjið svo í frystir meðan þið þeytið rjómaost og flórsykur saman
Þeytið svo 500 ml af rjóma og hrærið varlega saman við rjómaostablönduna með sleif eða sleikju
Dreifið svo jafnt yfir botninn. Takið svo búðingin og setjið hann allan í skál og hrærið hann vel upp
Dreifið honum svo jafnt yfir rjómaostablönduna
Þeytið svo 250 ml af rjóma eða meira og dreifið yfir búðinginn
Stráið svo Oreo mylsnunni sem tekin var frá yfir allt saman að lokum og setjið í frystir í lágmark 30 mínútur ef þið viljið ná svona fallega skornum sneiðum
Hægt er að taka upp úr mótinu með því að taka sitthvorum megin í álpappan eða bara hreinlega bera það fram í eldfasta mótinu en þá er betra að sleppa því að hafa álpappírinn undir
Til að ná þessum fullkomnu sneiðum mæli ég með að geyma Lasagnað í frysti í eins og 30 mínútur jafnvel lengur. Ég kaupi Snack Pack búðingin í Fjarðarkaup en ef þið finnið hann ekki getið þið notað hvaða súkkulaðibúðing sem er svo sem. Ég mæli með að nota stórt eldfast mót og setja álpappír ofan í það sem kemur vel upp úr með hliðunum svo þið getið kippt því upp úr mótinu eða jafnvel bara bera það fram í mótinu sjálfu og sleppa þá álpappírnum.