Print Options:








OREO Crumbs súkkulaðikaka

Magn1 skammtur

Oreo súkkulaðikaka er skemmtilegur snúningur á klassísku súkkulaðikökuna. Oreo crumbs hafa verið bætt í bæði kökuna sjálfa og kremið sem kemur með stökkan eiginleika í hvoru tveggja og gott bragð.

 2 dl gul Filippo Berio ólífuolía
 3 egg
 3 dl súrmjólk
 4 dl hveiti
 1 dl Cadbury kakó
 2 tsk lyftiduft
 1 ½ tsk matarsódi
 1 tsk salt
 4 dl sykur
 2 dl Oreo crumbs
Oreo súkkulaðikrem
 300 g smjör
 100 g Philadelphia rjómaostur
 500 g flórsykur
 1 dl Cadbury kakó
 1 dl rjómi
 2 dl Oreo Crumbs
1

Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir.

2

Blandið saman olíu, eggjum og súrmjólk.

3

Í aðra skál blandið saman hveiti, kakó, lyftidufti, matarsóda og sykur, bætið því svo út í eggjablönduna og hrærið.

4

Bætið Oreo crumbs út i og blandið saman.

5

Smyrjið tvö 20 cm smelluform og skiptið deiginu á milli formanna, bakið í u.þ.b. 30 mín eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn.

6

Kælið botnana og útbúið kremið á meðan.

7

Þeytið smjör þar til létt og loftmikið, bætið rjómaostinum út í hrærið. Bætið flósykrinum og kakóinu saman við og þeytið. Bætið þá rjómanum saman við og þeytið. Bætið Oreo Crumbs út í og þeytið.

8

Setjið fyrsta botninn á kökudisk og 1/3 af kreminu ofan á hann, setjið seinni botninn ofan á og hjúpið kökuna með kreminu.