fbpx

Oreo-brúnka með karamellusósu og kartöflustráum

Blanda af söltu og sætu sem er algjört dúndur!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Brúnka
 120g smjör
 200g 56% súkkulaði
 1/2 bolli sykur
 1/2 bolli púðursykur
 1 1/4 bolli hveiti
 3 egg
 1 msk Cadbury kakó
 20 Oreo-kex
Karamellusósa
 1 bolli sykur
 1/2 bolli rjómi
 6 msk smjör
 1 tsk sjávarsalt
Ofan á
 2 bollar kartöflustrá

Leiðbeiningar

Brúnka
1

Hitið ofninn í 175°C og takið til kassalaga form, tuttugu sentímetra stórt. Þekið botninn með bökunarpappír og látið hann ná aðeins upp á hliðarnar svo auðveldara sé að fjarlægja kökuna úr forminu.

2

Setjið smjör og súkkulaði í skál sem þolir örbylgjuofn og hitið í 45-55 sekúndur. Hrærið vel saman þar til allt súkkulaði er bráðið.

3

Bætið sykur, púðursykri og hveiti saman við. Síðan eggjum, einu í einu, og vanilludropum. Síðast fer svo kakóið út í. Passið að hræra ekki of lengi - bara rétt svo þar til allt er búið að blandast saman.

4

Hellið helmingnum af blöndunni í formið og raðið Oreo-kexkökum ofan á. Hellið síðan hinum helmingnum af deiginu ofan á. Bakið í 25-30 mínútur og leyfið kökunni að kólna.

Karamellusósa
5

Hitið sykur á pönnu yfir meðalhita og hrærið stanslaust.

6

Haldið áfram að hræra þar til sykurinn er búinn að bráðna og orðinn ljósbrúnn á litinn.

7

Bætið þá smjörinu út í smátt og smátt. Þegar smjörið og sykurinn er búinn að blandast saman er rjómanum bætt hægt út í. Blandan mun sjóða. Leyfið henni að sjóða í 1 mínútu og takið hana síðan af hellunni.

8

Bætið saltinu út í hrærið. Leyfið sósunni að kólna alveg áður en hún er sett á kökuna og stráið síðan kartöflustráum yfir.


Uppskrift frá Lilju Katrín á Blaka.

DeilaTístaVista

Hráefni

Brúnka
 120g smjör
 200g 56% súkkulaði
 1/2 bolli sykur
 1/2 bolli púðursykur
 1 1/4 bolli hveiti
 3 egg
 1 msk Cadbury kakó
 20 Oreo-kex
Karamellusósa
 1 bolli sykur
 1/2 bolli rjómi
 6 msk smjör
 1 tsk sjávarsalt
Ofan á
 2 bollar kartöflustrá

Leiðbeiningar

Brúnka
1

Hitið ofninn í 175°C og takið til kassalaga form, tuttugu sentímetra stórt. Þekið botninn með bökunarpappír og látið hann ná aðeins upp á hliðarnar svo auðveldara sé að fjarlægja kökuna úr forminu.

2

Setjið smjör og súkkulaði í skál sem þolir örbylgjuofn og hitið í 45-55 sekúndur. Hrærið vel saman þar til allt súkkulaði er bráðið.

3

Bætið sykur, púðursykri og hveiti saman við. Síðan eggjum, einu í einu, og vanilludropum. Síðast fer svo kakóið út í. Passið að hræra ekki of lengi - bara rétt svo þar til allt er búið að blandast saman.

4

Hellið helmingnum af blöndunni í formið og raðið Oreo-kexkökum ofan á. Hellið síðan hinum helmingnum af deiginu ofan á. Bakið í 25-30 mínútur og leyfið kökunni að kólna.

Karamellusósa
5

Hitið sykur á pönnu yfir meðalhita og hrærið stanslaust.

6

Haldið áfram að hræra þar til sykurinn er búinn að bráðna og orðinn ljósbrúnn á litinn.

7

Bætið þá smjörinu út í smátt og smátt. Þegar smjörið og sykurinn er búinn að blandast saman er rjómanum bætt hægt út í. Blandan mun sjóða. Leyfið henni að sjóða í 1 mínútu og takið hana síðan af hellunni.

8

Bætið saltinu út í hrærið. Leyfið sósunni að kólna alveg áður en hún er sett á kökuna og stráið síðan kartöflustráum yfir.

Oreo-brúnka með karamellusósu og kartöflustráum

Aðrar spennandi uppskriftir