Print Options:








Oreo brownies

Magn1 skammtur

Hættulega góðir Oreo brownies bitar.

 165 gr smjör
 200 gr suðusúkkulaði, hakkað fínt
 3 egg
 2 eggjarauður
 2 tsk vanillusykur
 115 gr púðursykur
 50 gr sykur
 2 msk hveiti
 1 msk kakó
 smá salt
 12 Oreo-kexkökur, hver kaka skorin í 4 bita.
1

Hitið ofninn í 180°. Smyrjið bökunarform (20 x 20 cm) og klæðið með bökunarpappír þannig að bökunarpappírinn fari yfir kantinn á bökunarforminu.

2

Bræðið smjör í potti við miðlunghita. Þegar smjörið er bráðið er það tekið af hitanum og súkkulaðinu bætt í pottinn. Leyfið þessu að standa í nokkrar mínútur eða þar til súkkulaðið er bráðnað og hrærið þá saman þannig að smjörið og súkkulaðið blandist vel.

3

Hrærið eggjum, eggjarauðum, og vanillusykri saman í stórri skál þar til blandan verður ljós og létt. Bætið sykrinum í tveimur skömmtum og hrærið vel á milli. Þegar allur sykurinn er kominn út í er hrært áfram þar til blandan verður stífari. Bætið súkkulaðinu varlega saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel. Bætið hveiti, kakói, salti og 1/3 af Oreo-kexkökunum út í og hrærið vel.

4

Setjið deigið í bökunarformið og stingið restinni af Oreo-kexkökunum í deigið. Bakið í miðjum ofni í 25-30 mínútur. Leyfið kökunni að kólna áður en hún er tekin úr forminu og skorin í bita. Sigtið flórsykri yfir hana áður en hún er borin fram.