1Kveikið á ofninum og stillið á 180°C og stillið á undir+yfir hita.
2Hrærið saman smjör, olíu og sykur þar til létt og ljóst.
3Bætið eggjunum út í, eitt í einu og hrærið á milli.
4Bætið vanilludropunum saman við.
5Blandið saman hveiti, salti og lyftidufti. Setjið helminginn af hveiti blöndunni út í eggjablönduna ásamt helmingnum af súrmjólkinni, blandið saman. Setjið restina af hveitiblöndunni og súrmjólkinni út í og blandið saman.
6Bætið Oreo crumbs út í og hrærið þar til allt hefur samlagast.
7Setjið pappírs bollakökuform í bollaköku álbakka og fyllið hvert form upp 2/3 af deigi.
8Bakið í 10-15 mín eða þar til bakað í gegn.
9Útbúið kremið.
OREO smjörkrem
1Þeytið saman smjör og flórsykur þar til mjög mjúkt, létt og loftmikið.
2Bætið þá út i rjómanum og þeytið mjög vel áfram þar til mjög mjúkt, létt og loftmikið.
3Bætið Oreo Crumbs út í og þeytið saman við.
4Setjið kremið í sprautupoka með stórum opnum stjörnustút. Sprautið kremi á hverja köku og skreytið með Oreo Crumbs.