Print Options:
Oregano kjúklingaréttur með rjómachilísósu

Magn1 skammtur

Kjúklingaréttur með bragðmikilli rjómachilísósu.

 4 kjúklingabringur Rose poultry
 2 msk ólífuolía
 250 ml rjómi
 1/2 dl Hot chilí sauce frá Heinz (eða Heinz chilí sauce fyrir mildari rétt)
 1 msk oregano
 1 tsk kjúklingakraftur frá Oscar
 1 dl rifinn ostur
 salt og pipar
1

Hitið olíu á pönnu. Skerið kjúklinginn í bita, saltið og piprið og steikið á pönnu.

2

Takið af pönnu og látið í ofnfast mót.

3

Setjið rjóma, chilísósu og oregano í pott og hitið. Saltið og piprið að eigin smekk.

4

Hellið sósunni yfir kjúklinginn og stráið rifnum osti yfir allt.

5

Hitið í 210°c heitum ofni í 15 mínútur.

6

Berið fram með hrísgrjónum/tagliatelle og salati.

Nutrition Facts

Serving Size 4