Ómótstæðilegt kínóa salat með grilluðum risarækjum, mangó og lárperu.

Litríkt og létt salat fullt af ferskleika – næringarríkt kínóa, safaríkt mangó, mjúk lárpera og djúsí grillaðar risarækjur. Toppað með ferskum kryddjurtum og léttri sítrusdressingu. Ómótstæðilegur réttur sem sameinar hollustu og einstakt bragð!

blank
Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 600 g Risarækjur
 20 ml Tandoori masala / Kryddhúsið
 3 stk Hvítlauksrif
 6 stk Langir grillpinnar
 250 g Kínóa
 200 g Piccalo tómatar
 2 stk Lárpera
 1 stk Stórt Mangó
 60 g Klettasalat
 1 stk Rauðlaukur
 10 g Basilíka
 10 g Steinselja
 10 g Kóríander
 1 stk Límóna
 2 msk Hunang
 60 ml ÓlífuolíaT.d. Fillipo Berio
 50 g Ristuð og söltuð grasfræ

Leiðbeiningar

1

Leggið grillpinnana í vatn svo þeir brenni síður á grillinu.

2

Afþýðið rækjur og þerrið. Setjið í skál ásamt tandoori masala, ólífuolíu og pressið hvítlauksrif saman við. Blandið vel saman og látið marinerast í 30 mín. Saltið rækjurnar eftir smekk áður en þær eru þræddar á grillpinna.

3

Setjið 500 ml af vatni í lítinn pott ásamt svolitlu salti og náið upp suðu. Bætið kínóa út í pottinn, lækkið hitann svo það rétt kraumi í vatninu og sjóðið kínóa undir loki í 15-18 mín. Takið af hitanum og látið standa undir loki í nokkrar mín. Færið svo í stóra skál og látið kólna.

4

Skerið lárperu, tómata og mangó í bita. Sneiðið rauðlauk eftir smekk í strimla. Saxið kryddjurtir. Bætið út í skálina með kínóa.

5

Rífið börk af límónu saman við hunang og 60 ml af ólífuolíu. Kreistið sirka 2 msk af límónusafa saman við hunangið og olíuna og pískið vel saman. Hrærið saman við salatið.

6

Grillið rækjurnar við háan hita í um 2-3 mín á hvorri hlið.

7

Bætið rækjum, graskersfræjum og klettasalati út í skálina og blandið vel saman. Smakkið til með salti og kreistið að lokum meiri límónusafa saman við eftir smekk.

8

 Njótið með góðu hvítvíni.

SharePostSave

Hráefni

 600 g Risarækjur
 20 ml Tandoori masala / Kryddhúsið
 3 stk Hvítlauksrif
 6 stk Langir grillpinnar
 250 g Kínóa
 200 g Piccalo tómatar
 2 stk Lárpera
 1 stk Stórt Mangó
 60 g Klettasalat
 1 stk Rauðlaukur
 10 g Basilíka
 10 g Steinselja
 10 g Kóríander
 1 stk Límóna
 2 msk Hunang
 60 ml ÓlífuolíaT.d. Fillipo Berio
 50 g Ristuð og söltuð grasfræ
Ómótstæðilegt kínóa salat með grilluðum risarækjum, mangó og lárperu.

Aðrar spennandi uppskriftir

blank
MYNDBAND
BBQ pylsuspjótÞessi uppskrift að BBQ pylsuspjótum er einföld, litrík og einstaklega bragðgóð – fullkomin fyrir sumarið! Hver og einn getur auðvitað…