Þessi horn eru ótrúlega gómsæt, einföld og vegan þar að auki. Það eru einungis örfá hráefni sem þarf einmitt þannig að það sé gott að eiga þau til og skella í hornin ef gesti bera að garði. Nú eða ef þið vilja útbúa eitthvað sérlega gómsætt í brönsinn eða afmælisveisluna. Bionella súkkulaðismjörið frá Rapunzel hentar alveg fullkomlega í fyllinguna, með því helst hún mjúk en lekur þó ekki úr hornunum við baksturinn.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Takið smjördeigið úr frysti og látið þiðna. Hitið ofninn í 200°C á blæstri.
Takið hverja plötu og fletjið örlítið út með kökukefli og skerið þær þvínæst horn í horn, mér finnst best að nota pizzaskera í það.
Smyrjið súkkulaðismjöri á breiða endann og leyfið því aðeins að ná niður á mjóa endann.
Stráið því næst söxuðu súkkulaði og söxuðum heslihnetum yfir súkkulaðismjörið og rúllið upp frá breiða endanum. Skiljið aðeins eftir af söxuðu hnetunum.
Raðið hornunum á ofnplötu klædda bökunarpappír. Hrærið saman hlynsírópi og haframjólk og penslið hornin með blöndunni, stráið söxuðum heslihnetum yfir hornin og bakið í 15 – 20 mínútur eða þar til þau eru orðin gyllt og falleg.
Hráefni
Leiðbeiningar
Takið smjördeigið úr frysti og látið þiðna. Hitið ofninn í 200°C á blæstri.
Takið hverja plötu og fletjið örlítið út með kökukefli og skerið þær þvínæst horn í horn, mér finnst best að nota pizzaskera í það.
Smyrjið súkkulaðismjöri á breiða endann og leyfið því aðeins að ná niður á mjóa endann.
Stráið því næst söxuðu súkkulaði og söxuðum heslihnetum yfir súkkulaðismjörið og rúllið upp frá breiða endanum. Skiljið aðeins eftir af söxuðu hnetunum.
Raðið hornunum á ofnplötu klædda bökunarpappír. Hrærið saman hlynsírópi og haframjólk og penslið hornin með blöndunni, stráið söxuðum heslihnetum yfir hornin og bakið í 15 – 20 mínútur eða þar til þau eru orðin gyllt og falleg.