Þetta er súpan / linsurétturinn sem við munum elda í ferðalaginu í sumar! Þú þarft einn pott og hráefnið er þurrvara plús laukur og sítrón sem þarf ekki að vera í kæli, fullkomið til að taka með í langferðalagið og elda á prímusnum svo skemmir ekki hvað hún er næringaþétt og börnin mín og maðurinn minn ELSKA hana! Þegar við höfum eldað hana hér heima höfum við oftast hrísgrjón sem er hittari hjá krökkunum. Hún er ekki bara einföld heldur líka ofboðslega fljótleg.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á að hita ólífuolíuna og setja svo cuminfræin útí og leyfið að hitna í smá stund.
Bætið smátt skornum lauknum útí ásamt lárviðarlaufinu og jurtakrafti. Steikið þar til laukurinn er orðinn mjúkur, bætið pínu vatni útí pottinn ef laukurinn fer að brenna við.
Nú má bæta linsum, vatni, tómat passata, kókosmjólkinni og karrý útí og leyfið að malla þar til linsurnar eru orðnar mjúkar.
Kreistið sítrónu útí fyrir ferskleika sem er algjört lykilatriði að mínu mati. Smakkið til og saltið eftir smekk.
Verði ykkur að góðu.
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á að hita ólífuolíuna og setja svo cuminfræin útí og leyfið að hitna í smá stund.
Bætið smátt skornum lauknum útí ásamt lárviðarlaufinu og jurtakrafti. Steikið þar til laukurinn er orðinn mjúkur, bætið pínu vatni útí pottinn ef laukurinn fer að brenna við.
Nú má bæta linsum, vatni, tómat passata, kókosmjólkinni og karrý útí og leyfið að malla þar til linsurnar eru orðnar mjúkar.
Kreistið sítrónu útí fyrir ferskleika sem er algjört lykilatriði að mínu mati. Smakkið til og saltið eftir smekk.
Verði ykkur að góðu.