Print Options:








Ofureinfaldur Satay kjúklingapottréttur með salthnetumylsnu og grjónum

Magn1 skammtur

Dásamlegur réttur, mildur hnetu og chilikeimur sem ég poppa ögn upp með dásamlegri fiskisósu, soya og hvítlauksmauki til að gefa réttinum ögn meiri skerpu og bragð.

 4 kjúklingabringur eða 800-900 gr úrbeinuð læri frá Rose Poultry
 1/2 dl grænmetisolía til steikingar
 1 lítill rauður chilibelgpipar án fræja
 1-2 niðurskorin vorlaukur (skera hann allan líka græna efsta hlutann)
 1 krukka af Satay sósu frá Blue Dragon
 2 tsk Minced garlic frá Blue Dragon
 1 msk Soya sósa frá Blue Dragon
 1 tsk fiskisósa frá Blue Dragon
 2 pokar af Tilda Pure Basmatigrjónum í pokum
Ofan á:
 Fersk steinselja eða Kóríander (mæli frekar með steinselju en sumir elska kóríander)
 1/2 bolli jarðhnetur (salthnetur) malaðar í blandara
1

Skerið niður chili og vorlauk í litla bita

2

Skerið kjúklingin niður í gúllasbita eða lengjur

3

Setjið grjóninn í pott og saltið og látið sjóða meðan verið er að gera réttinn

4

Hitið olíuna á pönnu og setjið vorlauk og chili út á og lækkið hitann um leið og leyfið að mýkjast ögn

5

Bætið næst kjúklingnum út á og saltið vel yfir

6

Þegar kjúklingurinn er komin með hvítan lit á sig, (þarf ekki að steikjast í gegn verður þá þurr), bæti ég hvítlauksmaukinu út á og hræri vel saman

7

Næst set ég svo krukkuna af Satay sósunni út á og bæti við soya og fiskisósunni

8

Hærið vel saman og leyfið að sjóða í eins og 20 mínútur án loks

9

Setjið salthneturnar í blandara og maukið þar til verður að grófu dufti

10

Skerið steinselju smátt niður

11

Berið nú fram með grjónum, hnetumylsnu og steinselju til að dreyfa yfir