Print Options:








Ofureinfaldur kjúklingaréttur í einu fati

Magn1 skammtur

Þessi dásamlega góði og djúsí kjúklingaréttur er afar einfaldur og góður.

 500 g sveppir
 1 stk Rose Poultry kjúklingalundir (1 poki)
 1 stk Villisveppa kryddostur
 4 stk marin hvítlauksrif
 500 ml matreiðslurjómi
 2 tsk þurrkað timian
 1 tsk fínt borðsalt
 ½ tsk gróft malaður svartur pipar
 1 tsk Oscar kjúklingakraftur í dufti
 1 msk Maizena sósujafnar (1-1/2 msk)
1

Byrjið á að skera sveppina í 4 parta hvern svepp eða 2 parta ef sveppirnir eru smáir

2

Setjið næst kjúklingalundirnar, í heilu lagi, í stórt eldfast mót

3

Saltið lundirnar og piprið og setjið kjúklingakraftinn yfir og hrærið saman með skeið

4

Setjið næst sveppina yfir og þurrkað timian

5

Raspið niður villisveppaostinn og dreifið yfir lundirnar og sveppina ásamt mörðum hvítlauknum

6

Hellið svo matreiðslurjómanum yfir og stingið í 210 °C heitan ofninn i 25 mín

7

Þegar 25 mín eru liðnar takið þá mótið út og dreifið maizena sósujafnara yfir allt og stingið aftur inn í 10 mínútur

8

Þegar rétturinn er tekinn út er gott að hræra aðeins í honum þar til allt er vel blandað saman og sósan verður þykk og góð

9

Berið fram með grjónum eða cous cous og fersku salati