Print Options:








Ofur einfalt og djúsí risarækju spagettí

Magn1 skammtur

 U.þ.b. 300 g risarækjur
 U.þ.b. 300 g spaghetti
 Góð buna Filippo Berio extra virgin ólífu olía (í pasta vatnið)
 ½ tsk salt
 1 msk Filippo Berio ólífuolía (til að steikja upp úr)
 ½ tsk pipar
 Klípa salt
 ¼ tsk þurrkað chili krydd
 ½ tsk oreganó krydd
 2 hvítlauksgeirar
 Parmesan ostur
 Filippo Berio extra virgin ólífuolía
 Fersk steinselja (má líka nota basil)
1

Sjóðið vatn með ólífu olíu og salti, þegar suðan er komin upp bætið þá spagettínu út í og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum á umbúðunum.

2

Kryddið risarækjurnar og steikið þær á pönnunni upp úr olíu, pressið hvítlauksgeirana út á pönnuna og bætið svolítið af olíu á pönnuna þegar rækjurnar eru nánast tilbúnar.

3

Bætið spagettíinu á pönnuna og rífið fullt af parmesan osti yfir, magn fer algjörlega eftir smekk samt. Blandið öllu vel saman og setjið örlítið af extra virgin ólífu olíu yfir ásamt ferskri steinselju.