Erum við ekki alltaf að reyna að finna eitthvað í kvöldmatinn sem er bæði einfalt og fljótlegt. Þessi fiskréttur er nefnilega hvorutveggja og alveg hrikalega góður. Það tekur enga stund að skella saman hráefnunum og svo eldar þetta sig eiginlega sjálft. Tilbúnu sósurnar frá Patak‘s eru auðvitað algjör snilld þegar við þurfum aðeins að stytta okkur leið í eldamennskunni svo ég tali nú ekki um að hafa naan brauðið með. Það er auðvitað klassískt að hafa kjúkling með Tikka Masala en að hafa fisk eða grænmeti er ekkert síðra og er létt og gott í maga.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 200°C
Skerið fiskinn í bita, smyrjið ofnfast mót í minni kantinum með olíu og leggið bitana þétt í formið. Saltið og piprið.
Skerið laukinn í tvennt og svo í þunnar sneiðar. Saxið hvítlauksrifin. Steikið á pönnu við vægan hita þar til laukurinn er orðinn mjúkur.
Dreifið lauknum yfir fiskinn og hellið sósunni yfir. Skerið tómatana í sneiðar og leggið yfir sósuna.
Bakið í 25-30 mín. Berið fram með hrísgrjónum og naan brauði.
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 200°C
Skerið fiskinn í bita, smyrjið ofnfast mót í minni kantinum með olíu og leggið bitana þétt í formið. Saltið og piprið.
Skerið laukinn í tvennt og svo í þunnar sneiðar. Saxið hvítlauksrifin. Steikið á pönnu við vægan hita þar til laukurinn er orðinn mjúkur.
Dreifið lauknum yfir fiskinn og hellið sósunni yfir. Skerið tómatana í sneiðar og leggið yfir sósuna.
Bakið í 25-30 mín. Berið fram með hrísgrjónum og naan brauði.