Ofnbökuð pönnukaka eða Dutch Baby Pancake er fullkomið fyrir páskabrönsinn, helgarmorgna eða sem dekurréttur þegar ykkur langar í eitthvað extra gott. Stór mjúk pönnukaka sem er létt og pínu töfrandi þegar hún lyftist í ofninum. Berið fram með ferskum Driscoll’s berjum, smjöri, flórsykri og sírópi.

6 stk stór egg
2,4 dl hveiti
2,4 dl nýmjólk
2 msk sykur (25g)
2 tsk vanilludropar
¼ tsk salt
60 g smjör
Borið fram með
Driscolls berjum
sírópi
smjöri
flórsykri
1
Hitið ofninn í 200°C og setjið 30 cm steypujárnspönnu (eða aðra ofnþolna pönnu) í miðju ofnsins og hitið hana.
2
Setjið egg, hveiti, mjólk, sykur, vanilludropa og salt í blandara og blandið þar til deigið er slétt, í um 1–2 mínútur. Þið getið líka sett allt í stóra skál og þeytt saman með písk í 4–5 mínútur þar til deigið er kekkjalaust.
3
Takið pönnuna varlega út úr ofninum, bætið smjörinu (skorið í bita) út á hana og komið henni strax aftur inn í ofninn þar til smjörið er bráðið og freyðir.
4
Hellið deiginu varlega á heita pönnuna og bakið í 20–25 mínútur eða þar til pönnukakan er gullinbrún og hefur lyft sér vel.
5
Skerið pönnukökuna í sneiðar eftir smekk og berið fram með berjum, flórsykri og sírópi.
Hráefni
6 stk stór egg
2,4 dl hveiti
2,4 dl nýmjólk
2 msk sykur (25g)
2 tsk vanilludropar
¼ tsk salt
60 g smjör
Borið fram með
Driscolls berjum
sírópi
smjöri
flórsykri
Leiðbeiningar
1
Hitið ofninn í 200°C og setjið 30 cm steypujárnspönnu (eða aðra ofnþolna pönnu) í miðju ofnsins og hitið hana.
2
Setjið egg, hveiti, mjólk, sykur, vanilludropa og salt í blandara og blandið þar til deigið er slétt, í um 1–2 mínútur. Þið getið líka sett allt í stóra skál og þeytt saman með písk í 4–5 mínútur þar til deigið er kekkjalaust.
3
Takið pönnuna varlega út úr ofninum, bætið smjörinu (skorið í bita) út á hana og komið henni strax aftur inn í ofninn þar til smjörið er bráðið og freyðir.
4
Hellið deiginu varlega á heita pönnuna og bakið í 20–25 mínútur eða þar til pönnukakan er gullinbrún og hefur lyft sér vel.
5