Print Options:








Ofnbökuð langa með krösti í rjómaostasósu

Magn1 skammtur

Í þessum rétti notaði ég löngu og bakaði hana í ofni ásamt dásamlegri rjómaostasósu með sólþurrkuðum tómötum, sveppum, parmesan osti, rjóma og spínati. Punkturinn yfir i-ið var að dreifa Eat real snakki með dill bragði yfir réttinn þannig að hann varð stökkur og góður.

 600 g langa (einnig gott að nota t.d. þorsk eða ýsu)
 Ólífuolía
 250 g sveppir
 1 dl blaðlaukur, smátt saxaður
 ½ -1 dl hvítvín, ég notaði Ramon Roqueta Macabeo Chardonnay
 1-2 hvítlauksrif, pressað eða rifið
 200 g sólþurrkaðir tómatar, skornir í strimla
 1 hreinn Philadelphia rjómaostur
 2 dl rjómi
 1 dl parmigiano reggiano
 1-2 msk ferskt dill, smátt skorið
 Salt & pipar
 100 g spínat
 1 dl mozzarella ostur
 6 dl Eat real hummus chips creamy dill (2,5 dl mulið snakk)
1

Byrjið á því að skera lönguna í bita og kryddið með salti og pipar.

2

Skerið sveppi og blaðlauk smátt og steikið upp úr ólífuolíu.

3

Bætið hvítvíninu saman við og hrærið.

4

Hrærið hvítlauknum, sólþurrkuðu tómötunum, rjómaostinum, rjómanum og parmigiano reggiani út í. Kryddið með fersku dilli, salti og pipar.

5

Í lokin blandið þið spínatinu saman við og hrærið.

6

Leggið löngubitana í eldfast mót og blandið saman við sósuna. Dreifið rifnum osti yfir.

7

Myljið snakkið í matvinnsluvél eða setjið í lokaðan poka og rúllið yfir það með kökukefli og dreifið yfir réttinn.

8

Bakið í 18 - 20 mínútur við 190°C eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn. Gott að bera þetta fram með kartöflubátum eða hrísgrjónum.

Nutrition Facts

Serving Size 4