Print Options:
Ofnbakaður lax í teriyaki marineringu með fullt af grænmeti

Magn1 skammtur

Frábær lax að asískum hætti.

 700 g roðflettur lax
 ½ flaska Blue Dragon Teriyaki marinering
 1 msk hunang
 1 hvítlauksrif
 1 stk meðal zucchini
 1 paprika
 ½ meðal stór brokkolí haus
 100 g sætir bauna belgir (sugar snap peas)
 200 g brún hrísgrjón
 1 dós Blue Dragon kókosmjólk
 100 ml vatn
 Klípa af salti
 1 dl sesam fræ
1

Kveikið á ofninum og stillið á 200ºC. Marinerið laxinn í Blue Dragon teriyaki marineringu í 5 mín. Penslið 1 msk hunangi yfir laxinn og rífið hvítlauk yfir. Skerið grænmetið niður og setjið ofan í mótið með laxinum og marineringunni, veltið öllu svolítið saman. Setjið inn í ofn og bakið í u.þ.b. 25 mín eða þar til laxinn er bakaður í gegn.

2

Setjið hrísgrjónin í pott ásamt kókosmjólkinni, vatni og smá salti. Sjóðið með lokinu á þar til hrísgrjónin eru tilbúin og vökvinn hefur gufað upp.

3

Ristið sesam fræ á heitri pönnu með því að setja þau á heita pönnuna í u.þ.b. 2-3 mín og hræra reglulega í. Dreifið yfir fiskinn þegar hann er tilbúinn.