Print Options:








Ofnbakaður kjúklingur með grillaðri papriku, mozzarella og furuhnetum

Magn1 skammtur

Ofureinföld uppskrift sem inniheldur kjúkling, grillaða papriku, ferskan mozzarella og furuhnetur.

 900 g kjúklingalundir, t.d. frá Rose Poultry
 salt og pipar
 1 dós sýrður rjómi
 1 dl rjómi
 2 tsk chilí mauk, t.d. Minched chilí frá Blue dragon
 1 tsk paprikukrydd
 300 g grillaðar paprikur í krukku
 2 kúlur mozzarella ostur
 4 hvítlauksrif
 fersk basilíka
 furuhnetur
1

Smyrjið ofnfast mót með ólífuolíu.

2

Skerið kjúklingalundirnar í tvennt og leggið í mótið. Saltið og piprið.

3

Blandið sýrðum rjóma, rjóma, chilímauki, paprikudufti saman í skál ásamt salti og pipar og hrærið vel saman. Hellið blöndunni yfir kjúklinginn.

4

Skerið paprikuna, mozzarellaostinn og hvítlauk gróflega og stráið yfir kjúklinginn. Setjið að lokum saxaða basilíku og furuhnetur yfir allt.

5

Látið í 200°c heitan ofn í 25-30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður og osturinn orðinn gylltur á lit. Berið fram með góðu salati og tagliatelle.