Fljótlegur og góður réttur! Snilldin við hann er að það er hægt að skella þessu saman á korteri, ganga frá öllu á meðan rétturinn er í ofninum í tuttugu mínútur.

Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 180°C.
Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka á meðan þið undirbúið annað.
Skerið laxinn í bita og skerið einnig niður papriku og blaðlauk.
Steikið papriku og blaðlauk upp úr ólífuolíu og kryddið eftir smekk.
Bætið hvítlauknum á pönnuna þegar paprika og blaðlaukur er búið að mýkjast og hitið saman í um mínútu.
Bætið þá rjóma og rjómaosti saman við og hrærið þar til rjómaosturinn er bráðinn.
Setjið síðan hrísgrjónin í botninn á eldföstu móti, næst laxabitana og hellið síðan rjómaostasósunni jafnt yfir allt.
Toppið með vel af rifnum osti og bakið í ofninum í 20 mínútur.
Uppskrift eftir Berglindi á gotteri.is
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 180°C.
Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka á meðan þið undirbúið annað.
Skerið laxinn í bita og skerið einnig niður papriku og blaðlauk.
Steikið papriku og blaðlauk upp úr ólífuolíu og kryddið eftir smekk.
Bætið hvítlauknum á pönnuna þegar paprika og blaðlaukur er búið að mýkjast og hitið saman í um mínútu.
Bætið þá rjóma og rjómaosti saman við og hrærið þar til rjómaosturinn er bráðinn.
Setjið síðan hrísgrjónin í botninn á eldföstu móti, næst laxabitana og hellið síðan rjómaostasósunni jafnt yfir allt.
Toppið með vel af rifnum osti og bakið í ofninum í 20 mínútur.