Þessar kartöflur eru bara eitthvað annað góðar! Hvítlauks aioli-ið er gert úr ristaðri graskersfræolíu og það kemur eitthvað brjálæðislega gott umami bragð af því.

Uppskrift
Hráefni
1 kg af lífrænum nýuppteknum kartöflum, smælki t.d
Lífræn ólífuolía, ég notaði frá Rapunzel
Sjávarsalt
HVÍTLAUKS AIOLI MEÐ GRASKERSFRÆOLÍU
1 lífrænt egg + 1 eggjarauða
1/2 geiralaus hvítlaukur
1 tsk sjávarsalt
1/2 tsk lífrænn hrásykur, ég notaði cristallino frá Rapunzel
2 tsk lífrænt eplaedik
1/2 bolli Graskersfræolía frá Rapunzel
Setjið allt í lítinn blandara eða skál og þeytið með töfrasprota. Setjið í krukku og geymið í kæli.
Leiðbeiningar
1
Sjóðið kartöflurnar þar til þær verða tilbúnar. Hitið ofn í 200°C blástur.
2
Setjið bökunarpappír á ofnplötu og eða olíu í eldfast mót og setjið kartöflurnar á. Kremið kartöflurnar með buffhamri eða álíka verkfæri. Penslið ólífuolíu yfir kartöflurnar og stráið sjávarsalti yfir. Bakið þar til kartöflurnar eru orðnar gylltar og krispí.
3
Berið fram með hvítlauks aiolí gerðu úr graskersfræolíu
Uppskrift frá GRGS.
MatreiðslaGrænmetisréttir, Meðlæti
Hráefni
1 kg af lífrænum nýuppteknum kartöflum, smælki t.d
Lífræn ólífuolía, ég notaði frá Rapunzel
Sjávarsalt
HVÍTLAUKS AIOLI MEÐ GRASKERSFRÆOLÍU
1 lífrænt egg + 1 eggjarauða
1/2 geiralaus hvítlaukur
1 tsk sjávarsalt
1/2 tsk lífrænn hrásykur, ég notaði cristallino frá Rapunzel
2 tsk lífrænt eplaedik
1/2 bolli Graskersfræolía frá Rapunzel
Setjið allt í lítinn blandara eða skál og þeytið með töfrasprota. Setjið í krukku og geymið í kæli.