Print Options:

Ofnæmisvænar kókoskúlur

Magn1 skammtur

Kókoskúlur er eitthvað sem við eigum reglulega heima enda frábært að grípa í milli mála fyrir smá auka orku og það skemmir auðvitað ekki að þær séu sætar og góðar. Kókoskúlur geta verið hlaðnar frábærum næringarefnum og flottar til að grípa með sér í nesti í skólann eða til að borða eftir æfinguna. Hefðbundnar hollari kókoskúlur innihalda þó oft hnetur sem ekki eru svo vinsælar í skólum og jafnvel í þróttahöllum en hér erum við með hnetulausar kókoskúlur þar sem ég nota sólblómafræ í staðinn fyrir hnetur. Ekki bara góðar og hentugar heldur líka skemmtileg leið til að fá börn til að borða fræ.

Sólblómafræ eru nokkuð hlutlaus á bragðið og áferðin mjúk svo það er auðvelt að skipta hnetum út fyrir sólblómafræ í fleiri uppskriftum af kókoskúlum ef þú átt þína uppáhalds. Hér er allavega innblástur en ég hvet þig líka til að prófa þig áfram.

 12 stk ferskar döðlur (takið steininn úr)
 1 dl lífræn sólblómafræ frá Rapunzel
 ½ dl lífrænt kókosmjöl frá Rapunzel
 1 msk ífræn kókosolía frá Rapunzel
 2 msk hampfræ
 1 msk lífrænt kakóduft frá Rapunzel
 nokkur saltkorn
1

Byrjið á að steinhreinsa döðlurnar. Svo er öllum innihaldsefnum komið fyrir í matvinnsluvél og maukað saman þar til orðið klístrað, tollir saman og hægt að rúlla í kúlur.

2

Rúllið kúlunum uppúr kókos og/eða kakó eða sleppið.

3

Hægt er líka að byrja á að setja fræin fyrst og mylja í mjöl og bæta svo döðlunum við til að fá áferðina ennþá fínni en þetta er smekksatriði og ég elska bæði.

Verði ykkur að góðu.

Nutrition Facts

0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki

Serving size