Oatly overnight oats

Hér kemur einföld vegan uppskrift af overnight oats.

 2 dl haframjöl
 1 dl chia fræ
 1 dl kókosmjöl
 2 msk hampfræ
 1 tsk vanilluduft
 3,5 dl Oatly hafradrykk
 3,5 dl Oatly barista haframjólk
 2,5 dl frosin hindber
 Ferska ávexti til að toppa grautinn með

1

Daginn áður blandið saman öllum þurrefnum saman í stóra krukku/skál og hrærið vel.

2

Hellið svo oatly mjólkinni útí rólega og hrærið á meðan og sjáið til þess að allt blandist vel.

3

Með því að hræra allan tíman reynum við að koma í veg fyrir að chiafræin klumpist saman. Geymið í ísskáp yfir nótt.

4

Frosnu berjunum leyft að þiðna í annarri krukku/skál í ísskáp yfir nótt.

5

Daginn eftir ættu berin að vera orðin mjúk. Kremjið berin léttilega og setjið sem neðsta lag í krukku, setjið lag af chiagrautnum ofan á og toppið með ferskum ávöxtum og kókos.

6

Uppskriftin er stór og dugir í sirka 4 skammta. Hver elskar ekki að eiga tilbúinn morgunmat í ísskápnum fyrir vikuna.