Oatly bolla

  ,   

febrúar 28, 2019

Bolla með berjum og vanillusósu.

Hráefni

Vatnsdeigsbollur:

80 g smjör

2 dl vatn

100 g hveiti

Smá salt

2-3 stk egg

(Einnig hægt að nota VEGAN bollur)

Fylling:

250 ml Oatly vanillusósa

Driscoll's hindber, jarðaber og brómber

250 g Rapunzel Kókos og Möndlusmjör m/döðlum

(eða Rapunzel smyrja eftir smekk)

Á toppinn

80 g Rapunzel appelsínusúkkulaði

Leiðbeiningar

Vatnsdeigsbollur

1Setjið smjör og vatn í pott. Sjóðið þangað til smjörið bráðnar.

2Setjið hveiti og salt út í og hrærið vel með sleif þangað til deigið hættir að festast við pottinn og sleifina. Kælið og setjið deigið í hrærivélaskál og bætið eggjunum út í, einu í einu, og hrærið vel á milli.

3Notið tvær teskeiðar eða setjið deigið í sprautupoka og sprautið bollur á smjörpappírsklædda plötu.

4Bakið við blástur 200°C í 25 mínútur.

Oatly fylling:

1Skerið berin smátt og blandið saman við vanillusósuna.

Á toppinn:

1Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið yfir bolluna.

Oatly bolla:

1Raðið bollunni saman, botn, fylling, smyrja, toppur og súkkulaði.

Uppskrift fyrir 6 til 8 bollur.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Bökuð Brownie Turtle ostakaka

Afar einföld brownie ostakaka sem er best köld

Einföld appelsínukaka

Stundum þurfa góðar kökur bara alls ekki að vera flóknar né tímafrekar í gerð. Fólk er að koma í kaffi og þig langar kannski að vippa einhverju fram á mettíma? Þessi er án dýraafurða og hentar því vel þeim sem eru vegan eða óþol fyrir eggjum eða mjólk.

Bollakökur með Daim

Bollakökurnar innihalda daim og kremið inniheldur rjómaost og brætt Daim. Sannkölluð Daim bomba!