DSC05908
DSC05908

Oatly bolla

  ,   

febrúar 28, 2019

Bolla með berjum og vanillusósu.

Hráefni

Vatnsdeigsbollur:

80 g smjör

2 dl vatn

100 g hveiti

Smá salt

2-3 stk egg

(Einnig hægt að nota VEGAN bollur)

Fylling:

250 ml Oatly vanillusósa

Driscoll's hindber, jarðaber og brómber

250 g Rapunzel Kókos og Möndlusmjör m/döðlum

(eða Rapunzel smyrja eftir smekk)

Á toppinn

80 g Rapunzel appelsínusúkkulaði

Leiðbeiningar

Vatnsdeigsbollur

1Setjið smjör og vatn í pott. Sjóðið þangað til smjörið bráðnar.

2Setjið hveiti og salt út í og hrærið vel með sleif þangað til deigið hættir að festast við pottinn og sleifina. Kælið og setjið deigið í hrærivélaskál og bætið eggjunum út í, einu í einu, og hrærið vel á milli.

3Notið tvær teskeiðar eða setjið deigið í sprautupoka og sprautið bollur á smjörpappírsklædda plötu.

4Bakið við blástur 200°C í 25 mínútur.

Oatly fylling:

1Skerið berin smátt og blandið saman við vanillusósuna.

Á toppinn:

1Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið yfir bolluna.

Oatly bolla:

1Raðið bollunni saman, botn, fylling, smyrja, toppur og súkkulaði.

Uppskrift fyrir 6 til 8 bollur.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

MG_5782

Spínat og ostafylltar smjördeigsbollur

Þessar spínat og ostafylltu smjördeigsbollur eru hreint út sagt tryllt góðar!

MG_8646-819x1024

Örlítið hollari súkkulaðibita kökur

Góðar súkkulaðibita kökur eins og þær eiga að vera, nema úr örlítið hollari innihaldsefnum, fullkomið ef þú spyrð mig!

Processed with VSCO with  preset

Algjörlega ótrúlegir kókosbitar

Þessir bitar eru ofsalega fljótlegir og renna álíka fljótt niður í svanga munna, litla sem stóra. Aðeins hollara nammi og alveg ótrúlegt gúrm sem gott er að eiga í frysti eða kæli.