Oatly bolla

  ,   

febrúar 28, 2019

Bolla með berjum og vanillusósu.

Hráefni

Vatnsdeigsbollur:

80 g smjör

2 dl vatn

100 g hveiti

Smá salt

2-3 stk egg

(Einnig hægt að nota VEGAN bollur)

Fylling:

250 ml Oatly vanillusósa

Driscoll's hindber, jarðaber og brómber

250 g Rapunzel Kókos og Möndlusmjör m/döðlum

(eða Rapunzel smyrja eftir smekk)

Á toppinn

80 g Rapunzel appelsínusúkkulaði

Leiðbeiningar

Vatnsdeigsbollur

1Setjið smjör og vatn í pott. Sjóðið þangað til smjörið bráðnar.

2Setjið hveiti og salt út í og hrærið vel með sleif þangað til deigið hættir að festast við pottinn og sleifina. Kælið og setjið deigið í hrærivélaskál og bætið eggjunum út í, einu í einu, og hrærið vel á milli.

3Notið tvær teskeiðar eða setjið deigið í sprautupoka og sprautið bollur á smjörpappírsklædda plötu.

4Bakið við blástur 200°C í 25 mínútur.

Oatly fylling:

1Skerið berin smátt og blandið saman við vanillusósuna.

Á toppinn:

1Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið yfir bolluna.

Oatly bolla:

1Raðið bollunni saman, botn, fylling, smyrja, toppur og súkkulaði.

Uppskrift fyrir 6 til 8 bollur.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Vegan Ólífu Pestó Snúðar… á korteri

Bragðmiklir og djúsí snúðar sem eru tilbúnir á korteri

Vegan súkkulaðivöfflur með þeyttu vanillukremi

Belgískar vöfflur eru eitt það besta sem ég fæ. Þessi útgáfa er hinsvegar vegan og hentar því öllum, eða svo gott sem allavega.

Pavlovur með Tyrkisk Peber kremi og hindberja toppi

Hér eru á ferð litlar pavlovur með Tyrkisk Peber og Toblerone kremi toppað með hindberjasósu.