Norsk möndluterta með gulu kremi „Suksess kake“

Þessi kaka er líklega með þeim einföldustu en þær eru oftast bestar. Uppskriftin kemur frá Noregi en þar hefur hún verið með þeim vinsælli í áratugi og er tertan bökuð við öll tilefni, allt árið um kring. Hvort sem tilefnið er fínna á borð við brúðkaup og fermingar eða bara til að hafa með sunnudagskaffinu. Botninn minnir á makkarónubotn og gula kremið passar fullkomlega við möndlurnar og er alls ekki of sætt. Og þar sem ekkert hveiti er í kökunni hentar hún vel fyrir þau sem þurfa að sneiða hjá glúteni en vilja samt gera vel við sig með góðri tertusneið.

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

Kakan
 200 g möndlur með hýði, frá Rapunzel
 165 g flórsykur
 5 stk eggjahvítur
 ¼ tsk salt
Gula kremið
 5 stk eggjarauður
 115 ml rjómi
 100 g sykur
 130 g smjör, mjúkt
 40 g mjólkursúkkulaði frá Rapunzel

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 160°C blástur. Klæðið 2 stk. 20cm smelluform með bökunarpappír og setjið til hliðar.

2

Setjið möndlurnar í matvinnsluvél eða blandara og myljið smátt. Blandið flórsykri saman við möndlumjölið og setjið til hliðar.

3

Setjið eggjahvíturnar og salt í hrærivélaskál með þeytara. Þeytið hvíturnar þar til þær eru orðnar nærri því stífþeyttar en þó ekki alveg í topp.

4

Blandið möndlunum varlega saman við með sleikju. Skiptið deiginu á milli formanna og bakið í ca. 35 mín. Kælið botnana alveg áður en kakan er sett saman.

5

Á meðan er kremið útbúið. Setjið eggjarauðurnar, rjómann og sykurinn í pott og bræðið saman við lágan hita, hrærið stöðugt í svo það brenni ekki við. Um leið og blandan byrjar að sjóða, takið þá pottinn af hellunni. Kælið alveg.

6

Setjið eggjablönduna í skál og takið til handþeytara, mér finnst betra að nota handþeytara við gerð kremsins en hrærivél. Byrjið að þeyta eggjablönduna og bætið við ca. matskeið af smjöri út í í einu og þeytið vel á milli. Kremið er tilbúið þegar allt smjörið er komið út í og glansandi krem hefur myndast.

7

Samsetning: Setjið einn botn á kökudisk og smyrjið rúmlega helmingnum af kreminu á. Setjið hinn botninn ofan á og smyrjið restinni af kreminu yfir. Þetta er ríflegt magn af kremi, ef þið viljið ekki nota allt kremið kemur það alls ekki að sök. Takið mjólkursúkkulaðið og raspið yfir kökuna eða notið grænmetisflysjara og skafið súkkulaðið þannig að fallegt kurl myndast. 

MatreiðslaTegundInniheldur
SharePostSave

Hráefni

Kakan
 200 g möndlur með hýði, frá Rapunzel
 165 g flórsykur
 5 stk eggjahvítur
 ¼ tsk salt
Gula kremið
 5 stk eggjarauður
 115 ml rjómi
 100 g sykur
 130 g smjör, mjúkt
 40 g mjólkursúkkulaði frá Rapunzel

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 160°C blástur. Klæðið 2 stk. 20cm smelluform með bökunarpappír og setjið til hliðar.

2

Setjið möndlurnar í matvinnsluvél eða blandara og myljið smátt. Blandið flórsykri saman við möndlumjölið og setjið til hliðar.

3

Setjið eggjahvíturnar og salt í hrærivélaskál með þeytara. Þeytið hvíturnar þar til þær eru orðnar nærri því stífþeyttar en þó ekki alveg í topp.

4

Blandið möndlunum varlega saman við með sleikju. Skiptið deiginu á milli formanna og bakið í ca. 35 mín. Kælið botnana alveg áður en kakan er sett saman.

5

Á meðan er kremið útbúið. Setjið eggjarauðurnar, rjómann og sykurinn í pott og bræðið saman við lágan hita, hrærið stöðugt í svo það brenni ekki við. Um leið og blandan byrjar að sjóða, takið þá pottinn af hellunni. Kælið alveg.

6

Setjið eggjablönduna í skál og takið til handþeytara, mér finnst betra að nota handþeytara við gerð kremsins en hrærivél. Byrjið að þeyta eggjablönduna og bætið við ca. matskeið af smjöri út í í einu og þeytið vel á milli. Kremið er tilbúið þegar allt smjörið er komið út í og glansandi krem hefur myndast.

7

Samsetning: Setjið einn botn á kökudisk og smyrjið rúmlega helmingnum af kreminu á. Setjið hinn botninn ofan á og smyrjið restinni af kreminu yfir. Þetta er ríflegt magn af kremi, ef þið viljið ekki nota allt kremið kemur það alls ekki að sök. Takið mjólkursúkkulaðið og raspið yfir kökuna eða notið grænmetisflysjara og skafið súkkulaðið þannig að fallegt kurl myndast. 

Notes

Norsk möndluterta með gulu kremi „Suksess kake“

Aðrar spennandi uppskriftir