Litríkt og hollt Thai nautakjötssalat.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Nuddið steikina með fiskisósunni og kryddið með salti og pipar.
Hitið olíu á pönnu og steikið í 2-3 mín á hvorri hlið eða þar til kjötið er eldað eins og ykkur líkar best. Leyfið kjötinu að standa í um 5 mínútur áður en það er skorið.
Setjið salatblönduna, agúrku, rauðlauk, vorlauk, tómata, myntu og kóríander saman í skál ásamt kjötinu og safanum af kjötinu sem varð eftir á pönnunni.
Gerið sósuna með því að hræra saman sweet chili sósu og límónusafa.
Hellið smá af sósunni yfir grænmetið og blandið vel saman.
Berið afganginn af sósunni fram með salatinu.
Ef ég á salthnetur finnst mér gott að saxa þær og bera þær fram í skál svo hver og einn geti stráð yfir salatið sitt.
Hráefni
Leiðbeiningar
Nuddið steikina með fiskisósunni og kryddið með salti og pipar.
Hitið olíu á pönnu og steikið í 2-3 mín á hvorri hlið eða þar til kjötið er eldað eins og ykkur líkar best. Leyfið kjötinu að standa í um 5 mínútur áður en það er skorið.
Setjið salatblönduna, agúrku, rauðlauk, vorlauk, tómata, myntu og kóríander saman í skál ásamt kjötinu og safanum af kjötinu sem varð eftir á pönnunni.
Gerið sósuna með því að hræra saman sweet chili sósu og límónusafa.
Hellið smá af sósunni yfir grænmetið og blandið vel saman.
Berið afganginn af sósunni fram með salatinu.
Ef ég á salthnetur finnst mér gott að saxa þær og bera þær fram í skál svo hver og einn geti stráð yfir salatið sitt.