Kósý vetraruppskriftir klikka seint og alltaf gaman að prófa nýjar útfærslur af slíkum. Það er óhætt að segja þetta sé sannkölluð fjölskyldumáltíð sem allir kunna að meta.
Skerið kjötið í bita (c.a 5 x 5 cm)
Steikið það upp úr ólífuolíu, brúnið vel og kryddið eftir smekk. Steikja þarf kjötið í 2-3 skömmtum og geymið bitana síðan til hliðar á disk.
Skerið laukinn niður í sneiðar og gulræturnar í bita, setjið í pottinn sem þið steiktuð kjötið í án þess að þrífa hann á milli. Bætið aðeins ólífuolíu saman við og leyfið að malla við meðalhita þar til laukurinn mýkist, rífið hvítlaukinn einnig saman við í lokin.
Stráið hveitinu næst yfir grænmetið og hrærið aðeins í öllu saman og hellið síðan vatni, nautakrafti, rauðvíni og tómatpúrru saman við og hrærið vel saman.
Setjið kjötið nú aftur í pottinn ásamt lárviðarlaufum og timian, náið suðunni upp að nýju og lækkið síðan alveg niður, setjið lokið á pottinn og leyfið að malla í 2 klukkustundir.
Sjóðið kartöflur fyrir kartöflumúsina svo þær séu tilbúnar að þessum 2 klukkustundum liðnum.
Takið lokið af pottinum eftir 2 klukkustundir og leyfið að malla áfram í um 15-20 mínútur á meðan þið útbúið kartöflumúsina. Saltið mögulega aðeins meira eða bætið við nautakrafti, allt eftir smekk.
Sjóðið og flysjið kartöflurnar (eða öfugt, það má líka).
Setjið þær í hrærivélarskálina ásamt smjöri, sykri og salti og blandið saman á lægstu stillingu.
Bætið mjólkinni saman við í nokkrum skömmtum og skafið niður á milli.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki