Nauta tataki uppskrift • Gerum daginn girnilegan

Nauta tataki

  , ,   

júlí 20, 2021

Sælkeraréttur sem gaman er að bera fram sem smárétt með öðrum réttum.

Hráefni

400 g Nautafile

3 msk Blue Dragon sesamolía

2 dl Blue Dragon sojasósa

3 msk engifer, saxað

3 stk hvítlauksrif, saxað

Sítrus sojadressing

2 msk sítrónusafi

4 msk Blue Dragon hrísgrjónaedik

4 msk mirin krydd

4 msk Blue Dragon sojasósa

1 msk Blue Dragon sesamolía

Meðlæti

2 stk gulrætur

½ stk gúrka

4 stk radísur

1 búnt vorlaukur

Leiðbeiningar

1Grillið nautafile í 3 mínútur á hvorri hlið.

2Hrærið saman sesamolíu og sojasósu ásamt hvítlauk og engifer.

3Takið kjötið af grillinu, leggið það í kryddlöginn og látið það liggja í 2 klst eða lengur. Skerið síðan kjötið í þunnar sneiðar.

Sítrus sojadressing

1Hrærið öllu saman í skál.

Meðlæti

1Skerið grænmetið í þunna strimla og berið fram með nautinu ásamt niðurskorinnim límónu og kóríander.

00:00