Þegar veðrið er grátt þá er ekkert betra en góður pasta réttur. Hér erum við með dýrindis nauta ragú pastarétt. Mælum með að prófa.
Byrjið á því að skera kjötið í 2-3 bita til að flýta fyrir eldun. Steikið síðan upp úr ólífuolíu og kryddið með salti og pipar, brúnið vel allar hliðar.
Takið kjötið þá úr pottinum og bætið ólífuolíu á hana á meðalhita, saxið lauk og skerið niður gulrætur og steikið í um 5 mínútur upp úr olíunni, kryddið eftir smekk.
Bætið hvítlauknum saman við í lokin og steikið í um eina mínútu til viðbótar, bætið þá rauðvíni í pottinn ásamt tómatpúrru, hökkuðum tómötum, vatni, nautakrafti, timiangreinum og lárviðarlaufum.
Blandið öllu saman og náið upp suðunni að nýju, bætið kjötinu aftur í pottinn og lækkið síðan hitann alveg niður og leyfið að malla í um 2 klukkustundir.
Takið þá kjötið uppúr og tætið það niður með tveimur göfflum. Veiðið timiangreinar og lárviðarlauf úr pottinum og setjið tætta kjötið aftur í hann, blandið vel og leyfið að malla í um 20 mínútur til viðbótar á lágum hita.
Sjóðið á meðan tagliatelle upp úr vel söltu vatni og hitið hvítlauksbrauð.
Færið tagliatelle síðan yfir í pottinn með kjötinu og blandið varlega saman og njótið með hvítlauksbrauði, parmesanosti og rauðvíni.
5 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki
5