Print Options:








Naan pizza með tandoori kjúklingabaunum og grænmeti

Magn1 skammtur

Bragðgott tilbúið naanbrauð frá Pataks í grunninn sem búið er að hlaða á mozzarellaosti og allskonar grænmeti

Naan pizza
 2 naan brauð með hvítlauk og kóríander frá Pataks
 1 dós kjúklingabaunir
 1 dl Pataks tandoori paste
 2 msk hrein jógúrt
 200g hreinn rifinn mozzarellaostur
 1/2 sæt kartafla skorin í teninga
 Paprika í bitum
 Kirsuberjatómatar eftir smekk
 Ferskt kóríander
Hvítlauks jógúrtsósa
 250ml hrein jógúrt
 1 hvítlauksrif marið
 1 tsk þurrkuð steinselja
 salt og pipar eftir smekk
Naan pizza
1

Skolið kjúklingabaunirnar og þerrið aðeins, setjið þær í skál og blandið tandoori mauki og hreinni jógúrt saman við. Látið bíða.

2

Skerið sætu kartöfluna í litla teninga og penslið með smá olíu. Bakið þar til teningarnir eru gegnumsteiktir.

3

Setjið naan brauðið á bökunarplötu og stráið osti yfir.

4

Dreifið baununum ásamt smá marineringu, bökuðum sætum kartöfluteningum og papriku yfir og bakið í ofni við 200°C þar til gyllt að lit.

5

Dreifið kirsuberjatómötum og kóríander yfir og berið fram með hvítlaukssósunni.

Hvítlauks jógúrtsósa
6

Blandið öllum hráefnum saman í skál og hrærið