unspecified
unspecified

Múffur með Daim kurli

  ,

nóvember 19, 2015

Ótrúlega góðar múffur með Toblerone kremi og Daim kurli.

  • Fyrir: 20 stk

Hráefni

Múffur

230 g smjör

200 g sykur

4 egg

230 g hveiti

3 msk. kakó

6 msk. mjólk

150 g Daim kurl, í pokum

Toblerone krem

125 g Toblerone

100 g rjómi

Skraut

50 g Daim, fínt hakkað

50 g möndlur, hakkaðar

Leiðbeiningar

1Hitið ofninn í 180°C. Hrærið smjör og sykur mjög vel saman og setjið egg út í eitt í einu. Sigtið hveiti og kakó saman og blandið saman við. Hellið síðan mjólk varlega út í ásamt Daim kurli og hrærið á meðan. Setjið deigið í 20 múffumót og bakið í 15-18 mín.

Toblerone krem

1Setjið Toblerone og rjóma í pott og látið suðuna koma upp. Látið malla við vægan hita þar til blandan þykknar. Kælið kremið örlítið áður en það er sett ofan á kökurnar.

Skraut

1Blandið hökkuðu Daim og möndlum saman og stráið yfir kökurnar.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

DSC05502 (Large)

Pestósnúðar

Sælkerasnúðar með rjómaosti og pestói.

DSC05498 (Large)

Tyrkisk Peber Cinnabonsnúðar

Kanilsnúðar með Tyrkisk Peber.

Gulrótarkaka

Gulrótarkaka með rjómaostakremi og saltkaramellu

Gulrótarkaka, rjómaostakrem og heimagerð saltkaramella. Þarf að segja eitthvað meira?