Algjört gúrm!
Penslið ofnfast mót með olíu.
Skerið um þrjá cm skurði í kjúklingabringurnar og setjið í mótið. Penslið kjúklingabringurnar með hunangsgrillolíunni og kryddið með hvítlaukskryddi salti og pipar. Setjið í 225°c heitan ofn í 10 mínútur. Takið út ofni.
Skerið mozzarellaostinn og salami í sneiðar og setjið í skurðina á kjúklinginum. Stráið hökkuðum sólþurrkaða tómata og saxaðar valhnetur yfir kjúklinginn. Setjið aftur inn í ofn í 25 mínútur.
Gerið kryddsósuna með því að blanda öllu saman og hræra. Gott að láta hana standa aðeins áður en hún er borin fram.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki