Print Options:








Morgunverðar burrito

Magn1 skammtur

Þetta er ótrúlega góð blanda sem þið verðið að smakka! Þetta er ekta til að bera fram í sunnudagsbrönsinum eða bara einfaldlega sem kvöldmatur eða hádegismatur.

 2 Mission tortillur með spelti og höfrum
 2 egg
 16 kokteiltómatar
 2 dl svartar baunir úr dós
 4 Rösti kartöflur (fást frosnar í flestum matvöruverslunum t.d. Krónunni)
 1 Philadelphia rjómaostur 200g
 1 dl rifinn cheddar ostur
 1-2 msk blaðlaukur, smátt skorinn
 Spínat eftir smekk
 1 avókadó
 Ólífuolía til steikingar
 Salt & pipar
 Salsa sósa frá Mission
Graslaukssósa
 1,5 dl sýrður rjómi
 2 msk smátt skorinn graslaukur
 ½ tsk laukduft
 ½ tsk hvítlauksduft
 Salt og pipar eftir smekk
1

Byrjið á því að baka rösti kartöflurnar samkvæmt leiðbeiningum.

2

Hrærið eggin í skál og steikið þau á pönnu upp úr ólífuolíu þar til þau eru fullelduð en samt mjúk og flöffý. Saltið og piprið eftir smekk.

3

Skerið tómatana í báta og steikið þá upp úr ólífuolíu á pönnu. Bætið baununum saman við og saltið og piprið eftir smekk. Steikið þar til tómatarnir eru orðnir mjúkir og heitir.

4

Smyrjið tortillurnar með rjómaosti. Stráið cheddar osti yfir í miðjuna á tortillunni.

5

Dreifið blaðlauk, spínati og eggjum í miðjuna. Því næst dreifið tómata-og baunablöndunni, avókadósneiðum og rösti kartöflum.

6

Brjótið tortilluna eins og umslag og rúllið henni upp.

7

Steikið á heitri pönnu upp úr ólífuolíu þar til hún verður stökk að utan, tekur 2-3 mínútur.

8

Berið fram með graslaukssósunni og salsa. Njótið vel.

Nutrition Facts

Serving Size 2