Morgunverðar burrito

Þetta er ótrúlega góð blanda sem þið verðið að smakka! Þetta er ekta til að bera fram í sunnudagsbrönsinum eða bara einfaldlega sem kvöldmatur eða hádegismatur.

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 2 Mission tortillur með spelti og höfrum
 2 egg
 16 kokteiltómatar
 2 dl svartar baunir úr dós
 4 Rösti kartöflur (fást frosnar í flestum matvöruverslunum t.d. Krónunni)
 1 Philadelphia rjómaostur 200g
 1 dl rifinn cheddar ostur
 1-2 msk blaðlaukur, smátt skorinn
 Spínat eftir smekk
 1 avókadó
 Ólífuolía til steikingar
 Salt & pipar
 Salsa sósa frá Mission
Graslaukssósa
 1,5 dl sýrður rjómi
 2 msk smátt skorinn graslaukur
 ½ tsk laukduft
 ½ tsk hvítlauksduft
 Salt og pipar eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að baka rösti kartöflurnar samkvæmt leiðbeiningum.

2

Hrærið eggin í skál og steikið þau á pönnu upp úr ólífuolíu þar til þau eru fullelduð en samt mjúk og flöffý. Saltið og piprið eftir smekk.

3

Skerið tómatana í báta og steikið þá upp úr ólífuolíu á pönnu. Bætið baununum saman við og saltið og piprið eftir smekk. Steikið þar til tómatarnir eru orðnir mjúkir og heitir.

4

Smyrjið tortillurnar með rjómaosti. Stráið cheddar osti yfir í miðjuna á tortillunni.

5

Dreifið blaðlauk, spínati og eggjum í miðjuna. Því næst dreifið tómata-og baunablöndunni, avókadósneiðum og rösti kartöflum.

6

Brjótið tortilluna eins og umslag og rúllið henni upp.

7

Steikið á heitri pönnu upp úr ólífuolíu þar til hún verður stökk að utan, tekur 2-3 mínútur.

8

Berið fram með graslaukssósunni og salsa. Njótið vel.


Uppskrift frá Hildi Rut á trendnet.is

SharePostSave

Hráefni

 2 Mission tortillur með spelti og höfrum
 2 egg
 16 kokteiltómatar
 2 dl svartar baunir úr dós
 4 Rösti kartöflur (fást frosnar í flestum matvöruverslunum t.d. Krónunni)
 1 Philadelphia rjómaostur 200g
 1 dl rifinn cheddar ostur
 1-2 msk blaðlaukur, smátt skorinn
 Spínat eftir smekk
 1 avókadó
 Ólífuolía til steikingar
 Salt & pipar
 Salsa sósa frá Mission
Graslaukssósa
 1,5 dl sýrður rjómi
 2 msk smátt skorinn graslaukur
 ½ tsk laukduft
 ½ tsk hvítlauksduft
 Salt og pipar eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að baka rösti kartöflurnar samkvæmt leiðbeiningum.

2

Hrærið eggin í skál og steikið þau á pönnu upp úr ólífuolíu þar til þau eru fullelduð en samt mjúk og flöffý. Saltið og piprið eftir smekk.

3

Skerið tómatana í báta og steikið þá upp úr ólífuolíu á pönnu. Bætið baununum saman við og saltið og piprið eftir smekk. Steikið þar til tómatarnir eru orðnir mjúkir og heitir.

4

Smyrjið tortillurnar með rjómaosti. Stráið cheddar osti yfir í miðjuna á tortillunni.

5

Dreifið blaðlauk, spínati og eggjum í miðjuna. Því næst dreifið tómata-og baunablöndunni, avókadósneiðum og rösti kartöflum.

6

Brjótið tortilluna eins og umslag og rúllið henni upp.

7

Steikið á heitri pönnu upp úr ólífuolíu þar til hún verður stökk að utan, tekur 2-3 mínútur.

8

Berið fram með graslaukssósunni og salsa. Njótið vel.

Notes

Morgunverðar burrito

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Jarðarberja chia grauturFullkominn og einfaldur morgunmatur sem er þægilegur að útbúa daginn áður og hafa tilbúinn um morguninn. Gott að taka þetta…