Þetta er ótrúlega góð blanda sem þið verðið að smakka! Þetta er ekta til að bera fram í sunnudagsbrönsinum eða bara einfaldlega sem kvöldmatur eða hádegismatur.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á því að baka rösti kartöflurnar samkvæmt leiðbeiningum.
Hrærið eggin í skál og steikið þau á pönnu upp úr ólífuolíu þar til þau eru fullelduð en samt mjúk og flöffý. Saltið og piprið eftir smekk.
Skerið tómatana í báta og steikið þá upp úr ólífuolíu á pönnu. Bætið baununum saman við og saltið og piprið eftir smekk. Steikið þar til tómatarnir eru orðnir mjúkir og heitir.
Smyrjið tortillurnar með rjómaosti. Stráið cheddar osti yfir í miðjuna á tortillunni.
Dreifið blaðlauk, spínati og eggjum í miðjuna. Því næst dreifið tómata-og baunablöndunni, avókadósneiðum og rösti kartöflum.
Brjótið tortilluna eins og umslag og rúllið henni upp.
Steikið á heitri pönnu upp úr ólífuolíu þar til hún verður stökk að utan, tekur 2-3 mínútur.
Berið fram með graslaukssósunni og salsa. Njótið vel.
Uppskrift frá Hildi Rut á trendnet.is
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á því að baka rösti kartöflurnar samkvæmt leiðbeiningum.
Hrærið eggin í skál og steikið þau á pönnu upp úr ólífuolíu þar til þau eru fullelduð en samt mjúk og flöffý. Saltið og piprið eftir smekk.
Skerið tómatana í báta og steikið þá upp úr ólífuolíu á pönnu. Bætið baununum saman við og saltið og piprið eftir smekk. Steikið þar til tómatarnir eru orðnir mjúkir og heitir.
Smyrjið tortillurnar með rjómaosti. Stráið cheddar osti yfir í miðjuna á tortillunni.
Dreifið blaðlauk, spínati og eggjum í miðjuna. Því næst dreifið tómata-og baunablöndunni, avókadósneiðum og rösti kartöflum.
Brjótið tortilluna eins og umslag og rúllið henni upp.
Steikið á heitri pönnu upp úr ólífuolíu þar til hún verður stökk að utan, tekur 2-3 mínútur.
Berið fram með graslaukssósunni og salsa. Njótið vel.