Poppaðu upp salatið með möndlukurli. Möndlukurl er akkurat það sem þarf til að poppa upp hvaða salat sem er. Já eða í raun hvaða máltíð sem er, það er nefninlega líka gott t.d. útá dahl, súpur eða aðra pottrétti. Ég á nánast alltaf svona í krukku uppí hyllu. Ég nota þetta sérstaklega mikið á salöt þessa dagana bæði til að upphefja brögðin úr salatinu þar sem það er salt í kurlinu, en einnig til að bæta við auka fitu og skemmtilegu crunchi. Þetta er einmitt frábær leið til að bæta við látlausum kaloríum eða ofurfæðu og gera salatið meira saðsamt og fjölbreytt af næringu. Í kurlinu er ég með hampfræ sem gefa okkur prótein og omega 3 en það er einmitt hægt að leika sér með samsetningar og jafnvel nota söl eða beltisþara í stað saltsins sem inniheldur bæði góð sölt og joð. Einnig væri hægt að setja grænt duft eða krydd, þið skiljið mig, möguleikarnir eru endalausir ;). Hér deili ég með ykkur mjög einfaldri útgáfu af þessum sannkallaða salat"poppara". Þú getur notað hvaða hnetur sem er en ég kýs að velja lífrænar möndlur þessa dagana þar sem þær eru basískar. Ég geng svo einu skrefi lengra og "vek" möndlurnar og graskersfræin áður en ég nota þær. Þá legg ég þær/þau í bleyti í 12 tíma og þurrka þær svo í þurkofni þangað til þær eru orðnar þurrar, einnig hægt að nota bakaraofn, stilla á 40 gráður og hafa í gangi í nokkra klukkutíma með smá rifu á hurðinni, t.d skella viskustykki á milli. Með því að vekja möndlurnar eykst næringarupptakan í líkamanum en þessu skrefi er að sjálfsögðu hægt að sleppa.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Komið öllum hráefnum fyrir í matvinnsluvél eða blandara, ágætt að byrja á minna salti og bæta við meiru í lokinn. Blandið í nokkrar sekúntur og stoppið, skoðið áferðina og blandið aftur í nokkrar sekúntur þangað til áferðin er mulin en samt nokkuð gróf til að gefa smá crunch.
Stráið yfir salöt, pottrétti, súpur, hrísgjónin eða hvað sem þér dettur í hug, gott á bókstaflega allan mat sem þolir smá auka salt.
Verði ykkur að góðu.
Hráefni
Leiðbeiningar
Komið öllum hráefnum fyrir í matvinnsluvél eða blandara, ágætt að byrja á minna salti og bæta við meiru í lokinn. Blandið í nokkrar sekúntur og stoppið, skoðið áferðina og blandið aftur í nokkrar sekúntur þangað til áferðin er mulin en samt nokkuð gróf til að gefa smá crunch.
Stráið yfir salöt, pottrétti, súpur, hrísgjónin eða hvað sem þér dettur í hug, gott á bókstaflega allan mat sem þolir smá auka salt.
Verði ykkur að góðu.