Print Options:

Möndlu- og kókoskökur

Magn1 skammtur

Þessari langaði mig að deila fyrir jól því þessar voru oft bakaðar í desember …. þangað til möndlumjölið varð uppselt ALLS staðar. Ég vildi ekki gera ykkur það að deila jafn skemmtilegri uppskrift þegar hráefnið væri ófinnanlegt á landinu.

Uppskriftin myndi teljast til hollari smákaka, er glútenlaus og laus við hvítan sykur. Hún nýtur sín kannski bara betur í mars. Möndlumjölið er allavega til núna. Þær eru ekki ofursætar en gefa þér alveg þessa “smáköku” tilfinningu. Stökkar að utan og “tjúí” að innan.

 1,50 dl kókosmjöl
 1,50 dl möndlumjöl
 0,50 dl kókos-og möndlusmjör m/döðlum frá Rapunzel
 2 msk hlynsíróp, t.d frá Rapunzel
 3 msk þurrkuð trönuber eða rúsínur
  tsk vanilluduft eða 1/4 tsk vanilludropar (má sleppa)
1

Hitið ofninn í 180°

2

Hráefninu er öllu komið fyrir í stórri skál og hrært vel saman.

3

Mótið litlar kúlur, ca 14 stk og setjið á bökunarplötu. Mér finnst best að þjappa deiginu inní litla sleppiskeið. Gerið kökurnar svo flatar á bökunarpappírnum með lófanum eða glasi.

4

Bakið í ofni á 180° í 10 mínútur. Takið kökurnar út og leyfið þeim að kólna alveg áður en þær eru borðnar fram.

Verði ykkur að góðu.

Nutrition Facts

0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki

Serving size