Mjúkir bananasnúðar með súkkulaðifyllingu og hnetusmjörskremi

Milt bananabragðið af snúðunum fer ótrúlega vel saman með Bionella súkkulaðismjörinu og kanilsykrinum í fyllingunni.

 450 ml Oatly ikaffe haframjólk
 115 g vegan smjör
 2 stk stórir vel þroskaðir bananar
 950 g hveiti + auka til að hnoða upp úr ef þarf
 1 msk sykur
 3 tsk þurrger
 2 tsk himalaya salt
 1 tsk lyftiduft
Súkkulaðifylling
 300 g Bionella súkkulaðismjör
 3 msk sykur
 2 msk Rapadura hrásykur
 2 tsk kanill
Hnetusmjörskrem
 120 g hnetsmjör
 80 g Bionella
 30 g mjúkt vegan smjör
 2 tsk vanilludropar
 160 g flórsykur
 34 msk volg Oatly haframjólk

1

Hitið mjólkina upp í 40°c.

2

Setjið vegan smjörið saman við og setjið til hliðar.

3

Stappið bananana og setjið til hliðar.

4

Takið 50 af hveitinu frá og setjið rest af þurrefnunum saman í hrærivélaskál. Hellið mjólkur/smjörblöndunni saman við og hnoðið í hrærivélinni í að minnsta kosti 5 mín.

5

Takið deigið upp úr og mótið í kúlu. Látið hefast í 50 mín.

6

Fletjið deigið út í amk 50-54cm á breidd. Smyrjið deigið með bionella súkkulaðismjöri og stráið kanilsykri eftir smekk yfir. Ég notaði ekki alvrg allan sykurinn í fyllingunni. Skiljið eftir smá rönd neðst.

7

Rúllið upp í lengju og skerið í hana í tvennt. Skiptið þá hvorum helming í þrennt og þá hverjum þriðjung í tvennt svo 12 snúðar verði úr lengjunni.

8

Setjið bökunarpappír í eitt mjög stórt form eða 2 minni og raðið snúðunum í formin.

9

Hitið ofninn í 30-40°C. Úðið ofninn að innan með vatni og setjið formin í ofninn. Hefið í ofninum í 30 mín.

10

Takið snúðana út og hitið ofninn í 200°. Bakið snúðana í 20-25 eða þar til þeir eru orðnir vel gylltir.

11

Hrærið í kremið og smyrjið því á snúðana þegar þeir koma úr ofninum.