Þetta er í raun bara rjómalöguð lúxusútgáfa af hakk + spagettí ef á það er horft en þetta er skemmtileg tilbreyting sem ætti að slá í gegn hjá krökkunum (og fullorðnum).
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Útbúið rjómasósuna með því að steikja 2 hvítlaukrif í smjöri og bæta rjóma og parmesan osti saman við þegar laukurinn fer að ilma. Kryddið með oregano, salti og pipar og leyfið sósunni að þykkna á meðan annað er útbúið.
Sjóðið spagettí samkvæmt leiðbeiningum á pakka (al dente).
Steikið nautahakkið ásamt söxuðum lauk og tveimur hvítlauksrifjum, kryddið eftir smekk og hellið að lokum pastasósunum saman við og blandið vel.
Hitið ofninn í 180°C.
Smyrjið eldfast mót að innan með smjöri og raðið hráefnunum í það í eftirfarandi röð: Soðið spaghetti, rjómasósa yfir allt, hakkið fer þá næst yfir og toppað með vel af rifnum osti.
Bakið í ofni í um 15 mínútur og njótið með góðu hvítlauksbrauði.
Hráefni
Leiðbeiningar
Útbúið rjómasósuna með því að steikja 2 hvítlaukrif í smjöri og bæta rjóma og parmesan osti saman við þegar laukurinn fer að ilma. Kryddið með oregano, salti og pipar og leyfið sósunni að þykkna á meðan annað er útbúið.
Sjóðið spagettí samkvæmt leiðbeiningum á pakka (al dente).
Steikið nautahakkið ásamt söxuðum lauk og tveimur hvítlauksrifjum, kryddið eftir smekk og hellið að lokum pastasósunum saman við og blandið vel.
Hitið ofninn í 180°C.
Smyrjið eldfast mót að innan með smjöri og raðið hráefnunum í það í eftirfarandi röð: Soðið spaghetti, rjómasósa yfir allt, hakkið fer þá næst yfir og toppað með vel af rifnum osti.
Bakið í ofni í um 15 mínútur og njótið með góðu hvítlauksbrauði.