fbpx

Milljón dollara spagettí

Þetta er í raun bara rjómalöguð lúxusútgáfa af hakk + spagettí ef á það er horft en þetta er skemmtileg tilbreyting sem ætti að slá í gegn hjá krökkunum (og fullorðnum).

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 400 g De Cecco spaghetti
 700 g nautahakk
 1 stk laukur (saxaður)
 4 stk hvítlauksrif (rifin)
 2 stk Heinz pastasósa með basil (2x350g)
 500 ml rjómi
 50 g rifinn Parmareggio parmesan ostur
 1 msk oregano
 salt og pipar
 150 g rifinn ostur
 smjör og olía til steikingar

Leiðbeiningar

1

Útbúið rjómasósuna með því að steikja 2 hvítlaukrif í smjöri og bæta rjóma og parmesan osti saman við þegar laukurinn fer að ilma. Kryddið með oregano, salti og pipar og leyfið sósunni að þykkna á meðan annað er útbúið.

2

Sjóðið spagettí samkvæmt leiðbeiningum á pakka (al dente).

3

Steikið nautahakkið ásamt söxuðum lauk og tveimur hvítlauksrifjum, kryddið eftir smekk og hellið að lokum pastasósunum saman við og blandið vel.

4

Hitið ofninn í 180°C.

5

Smyrjið eldfast mót að innan með smjöri og raðið hráefnunum í það í eftirfarandi röð: Soðið spaghetti, rjómasósa yfir allt, hakkið fer þá næst yfir og toppað með vel af rifnum osti.

6

Bakið í ofni í um 15 mínútur og njótið með góðu hvítlauksbrauði.


MatreiðslaMerking, ,

DeilaTístaVista

Hráefni

 400 g De Cecco spaghetti
 700 g nautahakk
 1 stk laukur (saxaður)
 4 stk hvítlauksrif (rifin)
 2 stk Heinz pastasósa með basil (2x350g)
 500 ml rjómi
 50 g rifinn Parmareggio parmesan ostur
 1 msk oregano
 salt og pipar
 150 g rifinn ostur
 smjör og olía til steikingar

Leiðbeiningar

1

Útbúið rjómasósuna með því að steikja 2 hvítlaukrif í smjöri og bæta rjóma og parmesan osti saman við þegar laukurinn fer að ilma. Kryddið með oregano, salti og pipar og leyfið sósunni að þykkna á meðan annað er útbúið.

2

Sjóðið spagettí samkvæmt leiðbeiningum á pakka (al dente).

3

Steikið nautahakkið ásamt söxuðum lauk og tveimur hvítlauksrifjum, kryddið eftir smekk og hellið að lokum pastasósunum saman við og blandið vel.

4

Hitið ofninn í 180°C.

5

Smyrjið eldfast mót að innan með smjöri og raðið hráefnunum í það í eftirfarandi röð: Soðið spaghetti, rjómasósa yfir allt, hakkið fer þá næst yfir og toppað með vel af rifnum osti.

6

Bakið í ofni í um 15 mínútur og njótið með góðu hvítlauksbrauði.

Milljón dollara spagettí

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Turkish PastaEf þið eruð að leita að réttinum sem þið getið ekki hætt að hugsa um eftir fyrsta bita – þá…