fbpx

Mexíkóskt salat með Oatly sýrðum rjóma

Hildur Ómars er hér með einfalt salat sem tekur þig til Mexíkó á núll einni! "Þegar ég bjó í Svíþjóð var varla hægt að komast hjá því að taka upp hefðina “taco fredag”, eða taco föstudag. En þá ber maður fram allskonar grænmeti, vegan hakk og baunir ásamt sósum og setur inní vefjur. Yfirleitt var afgangur sem maður skutlaði í box og gat borðað daginn eftir sem mexikóskt salat. Í Svíþjóð er gífurleg nestismenning og áður en fyrr varði var mexíkó salatið orðið mitt uppáhalds nesti. Hér er mín útgáfa af saðsömu mexíkó salati sem vekur alla bragðlauka en er á sama tíma svo einfalt."

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 stk bakki íssalat
 1 stk gúrka
 1 stk askja litlir tómatar
 1 stk paprika
 1 stk lítill rauðlaukur
 1 stk dós lífrænar maísbaunir frá Rapunzel
 1 stk dós nýrnabaunir frá Rapunzel
 1 safi úr líme
 kóríander eftir smekk
 1 stk poki vegan hakk
 3 msk taco krydd
 0,50 dl vatn
 1 stk dós Oatly iMat Fraiche sýrður hafrarjómi
 salsasósa eftir smekk
 rifinn vegan ostur eftir smekk
 nachos flögur eftir smekk
 sneiddur jalepeno í krukku eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Saxið ísslalatið og grænmetið smátt og komið fyrir í stórri skál.

2

Bætið baununum og smátt söxuðum kóríander útí og kreistið safann úr 1 lime yfir og blandið.

3

Steikið vegan hakkið á pönnu í smá olíu ásamt kryddinu og bætið við vatni ef þarf til að dreifa kryddinu.

4

Berið fram sem salat með vegan hakki toppað með Oatly sýrðum rjóma, salsasósu, rifnum vegan osti, nachos og sneiddum jalapeno.


MatreiðslaMatargerðMerking, ,

DeilaTístaVista

Hráefni

 1 stk bakki íssalat
 1 stk gúrka
 1 stk askja litlir tómatar
 1 stk paprika
 1 stk lítill rauðlaukur
 1 stk dós lífrænar maísbaunir frá Rapunzel
 1 stk dós nýrnabaunir frá Rapunzel
 1 safi úr líme
 kóríander eftir smekk
 1 stk poki vegan hakk
 3 msk taco krydd
 0,50 dl vatn
 1 stk dós Oatly iMat Fraiche sýrður hafrarjómi
 salsasósa eftir smekk
 rifinn vegan ostur eftir smekk
 nachos flögur eftir smekk
 sneiddur jalepeno í krukku eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Saxið ísslalatið og grænmetið smátt og komið fyrir í stórri skál.

2

Bætið baununum og smátt söxuðum kóríander útí og kreistið safann úr 1 lime yfir og blandið.

3

Steikið vegan hakkið á pönnu í smá olíu ásamt kryddinu og bætið við vatni ef þarf til að dreifa kryddinu.

4

Berið fram sem salat með vegan hakki toppað með Oatly sýrðum rjóma, salsasósu, rifnum vegan osti, nachos og sneiddum jalapeno.

Mexíkóskt salat með Oatly sýrðum rjóma

Aðrar spennandi uppskriftir