Mexíkósk tortillapizza með kjúklingi

Tortillapizza sem er dásamlega einföld í gerð og sérstaklega bragðgóð.

 2 msk smjör eða matarolía
 400 g Rose poultry kjúklingabringur, skornar í strimla
 1 laukur
 1 paprika, skorin í smáa bita
 1 msk hveiti
 1 dl vatn
 1 dl rjómi
 200 g rifinn ostur
 1 pakki tortilla frá Mission
 1 pakki fajita spice mix
 1 krukka salsa sósa mild eða medium

1

Brúnið kjúklinginn, laukinn og paprikuna í smjörinu.

2

Stráið yfir hveitinu og fajita kryddinu.

3

Bætið vatninu, rjómanum og salsanu út í og hrærið. Látið malla í 5-10 mín.

4

Setjið saman með því að láta tortilla og kjúklinginn til skiptis. Enda á tortillu og strá rifna ostinum yfir efstu tortilluna. Setjið í 200° heitan ofn í 20 mín.

5

Berið fram með guacamole, sýrðum rjóma, góðu salati, hrísgrjónum og mögulega muldu nachos.