Stórkostlega bragðgóð og skemmtileg útgáfu með kjúklingi og núðlum.

Uppskrift
Hráefni
fyrir 4-6 manns
2 msk olía
1 laukur, saxaður
3 hvítlauksrif, söxuð
500 g kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry
1 tsk salt
2 tsk cumin (ath. ekki kúmen)
2 tsk chiliduft
1 tsk kóríander
2-3 lárviðarlauf
1/4 tsk cayenne
1 dós saxaðir tómatar (ég notaði tómata í chilísósu)
1/2- 1 dós baunir nýrnabaunir (má sleppa)
950 ml kjúklingasoð, t.d. tilbúið frá Oscar
950 ml vatn
120 g núðlur, t.d. frá Blue dragon
safi frá 1 límónu
Leiðbeiningar
1
Setjið olíu í stóran pott og hitið vel. Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið ásamt hvítlauk.
2
Bætið salti og kryddum saman við og eldið í um eina mínútu.
3
Bætið þá tómötum, baunum ef þið notið þær kjúklingasoði og vatni saman við og hitið að suðu.
4
Setjið núðlurnar saman við. Hitið að suðu og stillið svo á meðalhita og látið malla í um 10 mínútur eða þar til núðlurnar eru fulleldaðar.
5
Kreystið safa úr einni límónu og smakkið til með salti.
6
Berið fram með sýrðum rjóma, avacadosneiðum, vorlauk, chilí og nachos svo eitthvað sé nefnt og njótið vel.
Hráefni
fyrir 4-6 manns
2 msk olía
1 laukur, saxaður
3 hvítlauksrif, söxuð
500 g kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry
1 tsk salt
2 tsk cumin (ath. ekki kúmen)
2 tsk chiliduft
1 tsk kóríander
2-3 lárviðarlauf
1/4 tsk cayenne
1 dós saxaðir tómatar (ég notaði tómata í chilísósu)
1/2- 1 dós baunir nýrnabaunir (má sleppa)
950 ml kjúklingasoð, t.d. tilbúið frá Oscar
950 ml vatn
120 g núðlur, t.d. frá Blue dragon
safi frá 1 límónu