Þessi súpa yljar á köldum vetrarkvöldum.

Uppskrift
Hráefni
4 kjúklingabringur, t.d. Rose Poultry
1 líter tómat passata (maukaðir tómatar)
1 dós Hunt's tómatar, saxaðir
1 laukur, saxaður
3 hvítlauksrif, söxuð
1 paprika, skorin í teninga
2 tsk Oscar kjúklingakraftur
200 g Philadelphia rjómaostur
3 msk salsasósa
1 1/2 tsk chilíduft
1 1/2 tsk cayenne pipar
svartur pipar
Meðlæti
nachos
sýrður rjómi
rifinn ostur
ferskt kóríander saxað
Leiðbeiningar
1
Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið á pönnu
2
Setjið 1 msk af smjöri og 1 msk af olíu á pönnu og steikið lauk og hvítlauk þar á þar til laukurinn hefur fengið gylltan lit.
3
Bætið þá papriku saman við og steikið áfram.
4
Setjið því næst tómat passata, tómata úr dós og kjúklingakraft saman við. Látið malla í nokkrar mínútur.
5
Bætið því næst rjómaosti, sýrðum rjóma, salsasósu saman við og smakkið til með chilídufti, cayenne og ríflegu magni af svörtum pipar. Látið malla við vægan hita í um 30 mínútur. Þynnið með vatni ef þörf er á.
6
Bætið að lokum kjúklingi saman við og hitið.
7
Hellið í skálar og berið fram með nachosflögum, sýrðum rjóma, kóríander og rifnum osti.
Hráefni
4 kjúklingabringur, t.d. Rose Poultry
1 líter tómat passata (maukaðir tómatar)
1 dós Hunt's tómatar, saxaðir
1 laukur, saxaður
3 hvítlauksrif, söxuð
1 paprika, skorin í teninga
2 tsk Oscar kjúklingakraftur
200 g Philadelphia rjómaostur
3 msk salsasósa
1 1/2 tsk chilíduft
1 1/2 tsk cayenne pipar
svartur pipar
Meðlæti
nachos
sýrður rjómi
rifinn ostur
ferskt kóríander saxað