Mexíkósk kínóaskál með bökuðum sætkartöflum, chipotle majó og lárperu

Þessi mexíkóska kínóa skál með bökuðum sætkartöflum, lárperu er bæði holl og einstaklega bragðgóð. Ferskt, litríkt og fullkomið fyrir léttan hádegisverð eða kvöldmat sem lætur manni líða vel.

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 1 dl Kínóa
 1 tsk Mexíkóveislu kryddblanda / Pottagaldrar
 300 g Sæt kartafla
 0,50 tsk Hvítlauksduft
 0,50 tsk Reykt paprika
 60 ml Heinz Majónes
 1 tsk Chipotle mauk
 80 g Piccolo tómatar
 20 g Rauðlaukur
 2 stk Radísur
 1 tsk Ferskt jalapeno
 40 g Svartar baunir úr dós
 30 g Maísbaunir
 30 g Salatblanda
 1 stk Lárpera
 1 stk Límóna
 Kóríander eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Forhitið ofn í 200°C með blæstri

2

Setjið kínóa, 175 ml af vatni, Mexíkóveislu kryddblöndu og svolítið salt í lítinn pott. Náið upp suðu og lækkið hitann svo það rétt kraumi í vatninu. Látið kínóa malla undir loki í 15 mín, takið þá af hitanum og látið standa undir loki í 10 mín.

3

Skolið svartar baunir undir köldu vatni og hrærið svo saman við soðið kínóa.

4

Skerið sæta kartöflu í bita og veltið upp úr olíu, salti, hvítlauksdufti og reyktri papriku. Dreifið yfir ofnplötu með bökunarpappír og bakið í miðjum ofni í 20 mín. Hrærið í þegar tíminn er hálfnaður.

5

Hrærið chipotle mauki saman við majónes og 1 msk af vatni. Smakkið til með salti. Sneiðið tómata og rauðlauk. Sneiðið lárperu. Saxið kóríander. Sneiðið radísur og jalapeno eftir smekk þunnt. Skerið límónu í báta.

6

Skiptið salati og kínóa á milli skála. Raðið restinni af grænmetinu fallega í skálina, kreistið smá límónusafa yfir, toppið með kóríander og berið fram með chipotle majó til hliðar.

7

Njótið með góðu hvítvíni.

SharePostSave

Hráefni

 1 dl Kínóa
 1 tsk Mexíkóveislu kryddblanda / Pottagaldrar
 300 g Sæt kartafla
 0,50 tsk Hvítlauksduft
 0,50 tsk Reykt paprika
 60 ml Heinz Majónes
 1 tsk Chipotle mauk
 80 g Piccolo tómatar
 20 g Rauðlaukur
 2 stk Radísur
 1 tsk Ferskt jalapeno
 40 g Svartar baunir úr dós
 30 g Maísbaunir
 30 g Salatblanda
 1 stk Lárpera
 1 stk Límóna
 Kóríander eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Forhitið ofn í 200°C með blæstri

2

Setjið kínóa, 175 ml af vatni, Mexíkóveislu kryddblöndu og svolítið salt í lítinn pott. Náið upp suðu og lækkið hitann svo það rétt kraumi í vatninu. Látið kínóa malla undir loki í 15 mín, takið þá af hitanum og látið standa undir loki í 10 mín.

3

Skolið svartar baunir undir köldu vatni og hrærið svo saman við soðið kínóa.

4

Skerið sæta kartöflu í bita og veltið upp úr olíu, salti, hvítlauksdufti og reyktri papriku. Dreifið yfir ofnplötu með bökunarpappír og bakið í miðjum ofni í 20 mín. Hrærið í þegar tíminn er hálfnaður.

5

Hrærið chipotle mauki saman við majónes og 1 msk af vatni. Smakkið til með salti. Sneiðið tómata og rauðlauk. Sneiðið lárperu. Saxið kóríander. Sneiðið radísur og jalapeno eftir smekk þunnt. Skerið límónu í báta.

6

Skiptið salati og kínóa á milli skála. Raðið restinni af grænmetinu fallega í skálina, kreistið smá límónusafa yfir, toppið með kóríander og berið fram með chipotle majó til hliðar.

7

Njótið með góðu hvítvíni.

Notes

Mexíkósk kínóaskál með bökuðum sætkartöflum, chipotle majó og lárperu

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Heimagert falafelFalafel er eitthvað sem flestir þekkja og hafa smakkað. Falafel eru bollur úr kjúklingabaunum sem eru einar af mínum uppáhaldsbaunum.…