Létt og ljúffeng vegan mexíkó súpa sem er tilvalin fyrir alla hvort sem er á köldum vetrardegi eða heitum sumardegi.
Saxið niður lauk og hvítlauk og steikið í smá olíu ásamt kryddunum.
Bætið svo maukuðum tómötum, tómatpasata og vatni útí. Þegar suðan er komin upp er baununum, papríku bætt útí.
Leyfið súpunni að malla í dágóðan tíma (ca 15-20 mínútur).
Að lokum er hafrasmurostinum hrært útí þar til hann er allur bráðnaður.
Saltið til eftir smekk.
Berið fram með rifnum vegan osti, vegan sýrðum rjóma frá Oatly, nachos flögum og kóríander.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki