Print Options:








Mexíkó súpa fyrir alla

Magn1 skammtur

Létt og ljúffeng vegan mexíkó súpa sem er tilvalin fyrir alla hvort sem er á köldum vetrardegi eða heitum sumardegi.

Súpan:
 2 stk gulur laukur
 1 stk geiralaus hvítlaukur
 1 stk rauður chili (steinhreinsið ef þið þolið illa sterkt)
 2 tsk cumin
 2 tsk papríkukrydd
 2 tsk malaður kóríander
 2 msk grænmetiskraftur (eða 2 teningar)
 2 stk flöskur lífræn tómatpasata (425gr/flaska)
 2 stk flöskur lífræn maukaðir tómatar (425gr/flaska)
 650 ml vatn, gott að nota tómatflöskurnar til að restinni af tómatsafanum
 2 stk papríkur (ein rauð og ein gul)
 1 stk dós gular baunir (gjarnan lífrænar eins og t.d frá Rapunzel)
 1 stk dós svartar baunir
 1 stk askja hafrasmurostur frá Oatly (blái)
Toppað með:
 rifinn vegan ostur
 sýrður rjómi frá Oatly (svarti)
 nachos flögur
 kóríander
1

Saxið niður lauk og hvítlauk og steikið í smá olíu ásamt kryddunum.

2

Bætið svo maukuðum tómötum, tómatpasata og vatni útí. Þegar suðan er komin upp er baununum, papríku bætt útí.

3

Leyfið súpunni að malla í dágóðan tíma (ca 15-20 mínútur).

4

Að lokum er hafrasmurostinum hrært útí þar til hann er allur bráðnaður.

5

Saltið til eftir smekk.

6

Berið fram með rifnum vegan osti, vegan sýrðum rjóma frá Oatly, nachos flögum og kóríander.