fbpx

Mexíkó kjúklingasalat með kínversku ívafi

Brakandi ferskt salat sem best er að gera um leið og það á að borða það.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1/2 iceberg haus
 1 dl gular baunir
 2 kjúklingabringur
 1 dl fetaostur í olíu
 1 dl salsa sósa
 1 dl sýrður rjómi
 1-2 dl Blue Dragon sweet chili sósa
 1 avocado
 Nachos eftir smekk (Hér var notað Tortilla Cheese frá Maarud)
 salt, pipar og kjúklingakrydd

Leiðbeiningar

1

Það er hægt að gera salatið á einn stóran disk eða á sitthvorn diskinn

2

Byrjið á að steikja bringurnar þunnt skornar í bitum upp úr ólífuolíu og saltið piprið og kryddið með ykkar uppáhalds kjúklingakryddi

3

Rífið svo þvegið iceberg á disk eða sitthvorn diskinn og setjið nýsteiktar bringurnar ofan á kálið

4

Setjið svo gular baunir, avókadó og fetaost yfir og inn á milli kjúklingsins

5

Dreifið svo salsasósu yfir allt og setjið sýrðan rjóma inn á milli í doppum

6

Hellið svo Sweet chili sósunni yfir að lokum og myljið nacho snakki yfir allt heila klabbið


Uppskrift frá Maríu hjá Paz.is

DeilaTístaVista

Hráefni

 1/2 iceberg haus
 1 dl gular baunir
 2 kjúklingabringur
 1 dl fetaostur í olíu
 1 dl salsa sósa
 1 dl sýrður rjómi
 1-2 dl Blue Dragon sweet chili sósa
 1 avocado
 Nachos eftir smekk (Hér var notað Tortilla Cheese frá Maarud)
 salt, pipar og kjúklingakrydd

Leiðbeiningar

1

Það er hægt að gera salatið á einn stóran disk eða á sitthvorn diskinn

2

Byrjið á að steikja bringurnar þunnt skornar í bitum upp úr ólífuolíu og saltið piprið og kryddið með ykkar uppáhalds kjúklingakryddi

3

Rífið svo þvegið iceberg á disk eða sitthvorn diskinn og setjið nýsteiktar bringurnar ofan á kálið

4

Setjið svo gular baunir, avókadó og fetaost yfir og inn á milli kjúklingsins

5

Dreifið svo salsasósu yfir allt og setjið sýrðan rjóma inn á milli í doppum

6

Hellið svo Sweet chili sósunni yfir að lokum og myljið nacho snakki yfir allt heila klabbið

Mexíkó kjúklingasalat með kínversku ívafi

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Fullhlaðið kjúklinga nachosHelgaruppskriftin er mætt og hún er virkilega gómsæt. Fullhlaðið nachos með kjúklingi, svörtum baunum, maís, ostasósu og salsasósu. Frábær réttur…