Meinhollar súkkulaðimuffins uppskrift • Gerum daginn girnilegan

Meinhollar súkkulaðimuffins

  ,   

janúar 22, 2020

Það er frábært að leyfa börnunum að spreyta sig á þessum kökum.

Hráefni

100 g möndlur

200 g döðlur

3 egg

2 bananar

2 msk kókosolía

2 msk Cadbury kakó

hnífsoddur salt

50 g 70% súkkulaði

Leiðbeiningar

1Malið möndlurnar gróflega. Setjið í skál og geymið.

2Setjið döðlur í matvinnsluvél ásamt 1 eggi og blandið saman þar til döðlurnar eru orðnar að mauki. Bætið hinum eggjunum saman við ásamt banönum og kókosolíu. Blandið þar til deigið er orðið kekkjalaust.

3Hellið í skál og setjið kakó, möndlur og smá salt 1/4 tsk.

4Setjið í 200°c heitan ofn í 20 mínútur.

5Takið úr ofni og látið 1 súkkkulaðimola yfir heitar kökurnar og leyfið að bráðna.

6Skreytið með kókosmjöli eða berjum.

GRGS uppskrift.

00:00